Á refaslóðum

Ágætu félagar
Bjarmaland - félag refa og minkaveiðimanna, hefur gefið út bókina "Á refaslóðum" eftir Theódór Gunnlaugsson. Félagsmönnum í SKOTVÍS býðst að kaupa bókina á kr. 4.000 en verð í almennri sölu er kr. 5.000.
Fyrirkomulagið er þannig þeir sem vilja kaupa bók senda pöntun á tölvupósti og greiða síðan fyrir bókina þegar hún verður sótt. Ekki er unnt að senda bókina en þeir sem það kjósa geta snúið sér til Bjarmalands.

SKOTVÍS félagar geta sent tölvupóst á:
Þórð Aðalsteinsson, sem er í Reykjavík, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Elvar Árna Lund, sem er á Akureyri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Indriða Grétarsson, sem er á Sauðárkróki, indrið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Pantanir verða teknar saman og svo verður ákveðinn dagur/dagar í boði sem hægt verður að nálgast bókina hjá Þórði, Elvari og Indriða.

Aðeins um bókina:
Bókin „Á refaslóðum“ kom fyrst út árið 1955 og var gefin út af Búnaðarfélagi Íslands. Hafði félagið samið við bókarhöfund, Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi, að skrifa kennslubók um refaveiðar. Theódóri tókst afburðarvel að leysa það verk af hendi og hefur bókin allar götur síðan verið reafaskyttum ómetanlegur þekkingarbrunnur í þeirra störfum. Úr smiðju Theódórs kom bókin sem miklu víðfeðmara fræðslurit um refinn en aðeins það sem veiðar varðar. Bókin er ítarleg umfjöllun um allt sem refnum tengist, þar á meðal samskipti manns og refs frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar til okkar daga. Bókin er einstætt fræðslurit, skrifað af gríðarlegri þekkingu höfundar á viðfangsefninu og krydduð mörgum skemmtilegum og lærdómsríkum frásögnum úr veiðiferðum.
Theódór fæddist á Hafurstöðum 27. mars 1901 og lést á Húsavík 12. mars 1985. Við lærisveinar hans í Bjarmalandi vottum minningu hans virðingu og þakkir fyrir frábæra kennslubók og aðra þá arfleifð er hann skildi okkur eftir að lífsgöngu lokinni.

Tags: bókina, bókin, refaslóðum, hans, geta, senda, kaupa, aðeins, mars, síðan, verður, þeir
You are here: Home