Málefni Veiðikortasjóðs

Málefni Veiðikortasjóðs eru veiðimönnum hugleikin og hefur SKOTVÍS um langa hríð unnið að því að varpa skýrara ljósi á starfsemi sjóðsins með margvíslegum fyrirspurnum til Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis.  Þessi vinna er langt komin og er afraksturinn til þessa núna aðgengilegur á vef SKOTVÍS (www.skotvis.is) undir flipanum "Náttúra og nýting // Vöktun, rannsóknir og Veiðikortasjóður".  Þar er að finna áherslur SKOTVÍS í málefnum vöktunar, rannsókna og Veiðikortasjóðs, ásamt lista yfir þau verkefni sem hlotið hafa styrki til þessa.  Á þessum lista koma einnig fram upplýsingar um tegund og heiti verkefna, styrkþega, upphæðir ásamt viðeigandi krækjum.

Tilgangurinn með þessu yfirliti er að fá heildarmynd yfir það sem hefur áunnist með verkefnum styrktum af Veiðikortasjóði og til að skerpa sýnina hvað varðar framtíðarhlutverk sjóðsins.  Til þess að svo geti orðið, þarf hinsvegar að safna frekari gögnum og meta árangur af þessum verkefnum og þessa stundina liggja t.d. fyrirspurnir hjá Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti um aðgang að rökstuðningi fyrir styrkveitingum og lokaskýrslum verkefna.  Nánar verður fjallað um stefnu SKOTVÍS í málefnum Veiðikortasjóðs í tímaritinu SKOTVÍS sem kemur út næstu daga.

Tags: hefur, skotvís, málefnum, málefni, yfir, þessum, veiðikortasjóðs, lista, þessa, verkefnum, varðar, styrkþega, sýnina, skerpa, ásamt
You are here: Home