Félagsskirteini SKOTVÍS 2012 á leiðinni

Um helgina var félagsskirteinum fyrir árið 2012 pakkað í umslög og munu þau berast inn um lúgur félagsmanna þegar líða tekur á vikuna.  Skirteinin koma með seinni skipum í ár, en ákveðið var að bíða eftir því að ákveðinn hluti félagsmanna greiddi félagsgjöldin til að hægt væri að ná ákveðinni kostnaðarhagkvæmni og hagræðingu við útgáfu kortanna.  Með umslaginu fylgir einnig kveðja frá Elvari Árna Lund, formanni SKOTVÍS, auk bílrúðumiða með merki SKOTVÍS, sem félagsmenn eru hvattir til að koma fyrir á góðum stað á bílrúðunni.  Ennfremur eru ítrekuð þau afsláttarkjör sem félagsmönnum hefur staðið til boða undanfarin ár með Tvennukorti Olís.

Stjórn SKOTVÍS minnir á að metnaðarfullar áætlanir félagsins fyrir árið 2012 í þágu skotveiðimanna krefjast fjárútláta sem eru að mestu fjármögnuð með félagsgjöldum.  Því hvetjum við alla félagsmenn til að greiða útsenda greiðsluseðla og utanfélagsmenn til að gerast félagar, hægt er að skrá sig í félagið [hér].

Tags: skotvís, hægt, þau, félagsmenn, félagsmanna, góðum, koma, 2012, árið, merki, undanfarin, tvennukorti, metnaðarfullar
You are here: Home