Kallað á kalkún

Picture46.jpg


Nánar tiltekið á landareign í eigu skipti­nemaforeldra eiginkonu minnar í ofan­verðu New York fylki. Mr. Steger er mikill náttúruunnandi og jafn­framt mikill veiðimaður. Segja má að allt hans líf snúist um ræktun skóga annars vegar og veiðimennsku hins vegar, en hann er nú rétt um áttrætt. Í þessum veiði­ferðum mínum til hans var lítið talað um annað en veiðar og þá nefndi hann oft að ég yrði að prófa kalkúnaveiðar einhvern tím­ann með honum. Það var nú kveikjan að þessari sérstöku veiði­ferð.“
Viðurkennandi fáfræði vora í kal­kúna­fræðum lá næst við að spyrja hvar og hvenær veiðarnar færu fram.
„Veiðitímabil á kalkún eru tvö. Vor­tímabil eða maí mánuður. Veiði­­tíminn er frá sólaruppkomu og fram til 12.00 á hádegi. Á þessum tíma­­bili má aðeins skjóta karlfuglinn. Haust tímabilið er frá ca. miðjum októ­­­ber fram í miðjan nóvember, ég er ekki alveg viss um hvort á haust­tíma­­bili megi einungis veiða fram að kl. 12.00 á hádegi eða lengur, en á haust­tímabilinu má skjóta bæði karl- og kven­fugl. Ég fór s.l. vor og var frá 05. til 13. maí.“
Við vildum vita hverjir væru svo lán­­samir að fá að fara á villi­kal­k­úna­­­veiðar meðan við hin sitjum heima og horfum á grasið vaxa.
„Eins og að ofangreinir er Mr. Steger orðinn fullorðinn maður og þ.a.l. eru í veiðihópnum á hans landar­­eign einungis vinir og heima­menn sem hafa stundað veiðiskap saman um áraraðir. Þetta eru allt vina­­legir karlar og frá því að ég fór í mína fyrstu veiðiferð hefur mér verið tekið sem félaga og einum úr hópn­um. Hópurinn samanstendur af 12-14 veiði­­mönnum á haustin þegar dá­dýra­tíma­bilið er en aðeins 5-6 veiði­mönn­um á kalkúninum en það helgast af því að mjög erfitt getur verið að veiða kalkúninn“.
Á lymskulegan hátt fáum við Karl til að segja „lesendum okkar“ frá því hvernig þessar erfiðu veiðar fara fram (blaðamenn Skotvís vita vitanlega allt um það sjálfir).
Picture47.jpg„Veiðarnar ganga þannig fyrir sig að við förum á fætur um kl. 04:00 að morgni, hittumst allir veiði­mennirnir uppi í veiði­húsi og borðum saman morgun­verð. Á meðan á morgun­verð­inum stendur ræða menn saman um veiðar og fréttir frá öðrum veiðimönnum, þá ákveða menn einnig hvert þeir ætla að fara á landar­eign­inni þannig að það sé enginn að fara inná svæði annarra, að því loknu fara menn út að veiða. Fugl­inn heldur sig í smáhópum, einn karl­fugl ásamt nokkrum kvenfuglum. Fugl­arnir sofa á trjá­greinum uppi í trjám á nóttunni. Á vor­tíma­bilinu flögr­­ar kven­fuglinn fyrst niður á morgn­­­ana. Fyrst til að finna heppi­legan varpstað og síðan til að verpa einu eggi í einu, en hann verpir einu eggi á dag í ca.10-12 daga, eftir það leggst kvenfuglinn á. Karlfuglinn fer seinna niður og kallar „gabblar“ til að ná hópnum saman. Þetta „gabbl“ er það sem veiði­maðurinn vill heyra því þá veit hann að fuglinn er á svæðinu. Sumir veiðimenn nota ýmis fuglahljóð eins og t.d. krákuhljóð á meðan að þeir eru að koma sér fyrir, slík köll fá oft kalk­úninn til að svara. Hvort sem fugl­inn svarar eða ekki þá ganga veið­arn­ar út á það að veiðimaðurinn kallar og reynir að fá fugl til að koma til sín, en það getur tekið mjög langan tíma. Dæmi eru um að veiðimaður hafi farið á sama svæðið dag eftir dag fengið svör við köllum sínum en aldrei séð fugl­inn. Við náðum t.d. í tvígang að sjá fugl en hann kom ekki það nálægt að við gætum skotið. Þá ákváðum við að skipta okkur upp og var ég þá svo hepp­inn að vera rétt staðsettur og náði fugli. Kalkúninn er með mjög góða sjón og heyrn, hann lætur alltaf vafann hafa yfirhöndina þannig að ef hon­um líst ekki á kallið eða umhverfið (t.d. ef svæðið er opið og lítið skjól) þá hættir hann að svara, fer rólega í hina áttina, jafnvel í hring og kemur aftan að þeim stað sem veiðimaðurinn situr á. Að­spurður um hvað væri erfiðast við þessar veiðar.
Picture48.jpg„Þar sem farið er út í skóginn í kol­svarta myrkri, aðalmálið að sitja grafkyrr bara eins og mynda­stytta, ekkert má sjást í mann, þá kemur það oftar en ekki fyrir að veiði­­menn­irnir sofni. Þeir vakna svo upp með andvælum við að fugl er í ná­grenninu, hann hefur orðið var við veiði­­manninn og hverfur inn í skóginn með til­heyrandi vængjaþyt og látum“. Við skilj­um að það hljóti að vera erfitt. Fyrir þá sem það vilja vita þá virðist ekki um margs konar bráð í boði á sama tíma og kalkúninn a.m.k. ekki á vor­­tíma­­bilinu. Hins vegar er m.a. hægt að stunda dá­dýra­veiðar með boga og örvum á sama tíma á haustin.
Þeir sem allt vilja vita geta t.d. skoð­að www.wildturkeyzone.com

Tags: þess, koma, veiði­ferðir, spurðum, háttar, svala, geirsson, karl, fylki, ósk, fyrst, varð, þeirri, okkar
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Fuglaveiðar Kallað á kalkún