Stofnfundur SKOTVÍS 23. september 1978

1978-10-23/BKr

FUNDARGERÐ

Stofnfundur Skotveiðifélags Íslands var haldinn að Árnagarði, Reykjavík. 23. september 1978 kl. 14:00

Sólmundur T. Einarsson setti fundinn og bað Vilhjálm Lúðvíksson að taka að sér fundarstjórn.

Vilhjálmur bað Bjarna Kristjánsson að rita fundargerð og leitaði jafnframt samþykkis fundarins á þessari skipan um fundarstjóra og fundarritara og var hún einróma samþykkt.

Jón Kristjánsson kynnti tillögu undirbúningsnefndar um lög fyrir félagið.

Ólafur K. Pálsson kynnti tillögu undirbúningsnefndar um siðareglur fyrir félagið.

Fundarstjóri skýrði því næst enn frekar tilganginn með stofnun félagsins. Hann ræddi ura veiðigleóina sem allsterkan þátt í eðli mannsins og að ekki mætti hlaupa snurða á þennan þátt í samskiptum við samfélag manna og umhverfið, þ.á.m. stofna veiðidýra. Þessu næst var gengið til umræðu um uppkast að lögum og siðareglum.

Ræðumenn voru ánægðir með undirbúningsvinnuna í sambandi við lög og sióareglur. Ýmsar ábendingar voru gerðar en tíðræddast varð mönnum um réttindi landlausra manna til skotveiða. Breytingartillögur komu ekki fram á þessu stigi. Auk fundarstjóra tóku til máls:

 • Skjöldur Þorgrímsson,
 • Ágúst H. Bjarnason,
 • Haukur Brynjólfsson
 • Páll Dungal  

Eftir þetta las fundarstjóri uppkastið að lögum, einn kafla í senn og voru þeir allir samþykktir með tveim efnislegum breytingum aðeins.

Grein 2.5: Í stað 50% af inntökugjaldi á hverjum tíma verði árgjaldið ákveðið á aðalfundi. Eitt mótatkvæði.

Grein 3.4: Talið var nægja að kjörseðlar berist kjörstjórn fyrir aðalfund (án frekari tímamarka), Án mótatkvæða.

 

Þegar hér var komið tók fundarstjóri að starfa eftir lögunum.

Kjörstjórn var einróma kjörin þannig:

 • Ólafur K. Pálsson
 • Sigurður Elli Guðnason
 • Vilhjálmur Þórðarson

og til vara:

 • Agúst H. Bjarnason
 • Guðmundur Pétursson

Formaður var einróma kjörinn Sólmundur T. Einarsson

Eftir það voru kjörnir stjórnarmenn:

 

Jón Kristjánsson

32

atkvæði

Haukur Brynjólfsson

24

H

Ólafur K. Pálsson

24

n

Þorsteinn Líndal

24

H

og til vara:

 

 

Skjöldur Þorgrímsson

19

n

Eyjólfur Friðgeirsson

18

n

Finnur T. Hjörleifsson

15

n

Páll Leifsson

10

n

Jón Sigfússon

3

n

Endurskoðendur voru kjörnir:

 • Vilhjálmur Lúðvíksson
 • Bjarni Kristjánsson

og til vara:

 • Vilhjálmur Þórðarson

Fundurinn fól einróma stjórninni að leggja siðareglurnar fyrir næsta aðalfund til endanlegrar samþykktar.

Frá fundarritara kom fram þessi tillaga, sem var samþykkt án mótatkvæða:

 

"Fundurinn heimilar stjórn félagsins að breyta I nokkrum greinummálfari en ekki merkingu laganna áður en þau verða fjölfölduð".

 

Fundarstjóri fékk mótatkvæðalaust samþykki á þeim skilningi að þeir sem skrifuðu sig á skrá um fundarmenn væru stofnfélagar. Fundarstjóri gaf því næst formanni orðið. Hann þakkaði sér auðsýnt traust og leitaði slðan ábendinga um félaga til að fjalla í nefndum um siðareglurnar og réttindi hinna landlausu. Ábendingar fengust um þrjá menn í hvora nefnd.

Eftir þetta sleit formaður fundinum, sem staðið hafði u.þ.b. 3 klst.

Fylgiskjöl:

 1. Lög Skotveiðifélags Islands - Frumvarp 1978-09-23.
 2. Siðareglur Skotveiðimanna - Uppkast 1978-09-23.
 3. Skrá um fundarmenn og þá sem sendu fundinum orð og óskuðu að gerast stofnfélagar.

Bjarni Kristjánfson, fundarritari

 

Vilhjálmur Lúðvíksson, fundarstjóri

 

Sólmundur T. Einarsson, formaður

 

Tags: lög, voru, jón, fundarstjóri, eftir, ólafur, pálsson, formaður, næst
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Stofnfundur SKOTVÍS 23. september 1978