Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Veiðar útlendinga

Stjórn Skotveiðifélags Íslands vekur athygli stjórnvalda og almennings á því að nýframkomnar upplýsingar um skotveiðar útlendinga á Íslandi árétta nauðsyn þess, að lög um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33/1966, verði endurskoðuð gaumgæfilega, m.a. til þess að setja í lög ákvæði, sem komið gætu í veg fyrir óæskilegar veiðar útlendinga hérlendis.

Stjórnin lýsir furðu sinni á því, að frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun skuli nú vera lagt fram óbreytt á Alþingi í fimmta sinn, þó að öllum ætti að vera ljóst, að það tekur alls ekki á ýmsum þeim meginvandamálum, sem hér eru uppi í sambandi við fuglaveiðar, fuglavernd og rannsóknir á fuglum.  Má til dæmis taka, að í frumvarpi þessu er engin tilraun gerð, til að jafna þann ágreining, sem nú er uppi milli landeigenda og veiðimanna um veiðirétt.

[sjá einnig Fréttabréf SKOTVÍS, janúar 1981, bls. 7

Tags: lög, tekur, fuglum, veiðar, vera, útlendinga, uppi, dæmis, meginvandamálum, sambandi, fuglavernd, stjórn, rannsóknir, fuglaveiðar
You are here: Home