Láttu ekki þitt eftir liggja

lattekkithitteftirliggja full

Hvatningarátakið - Láttu ekki þitt eftir liggja

Olís, Skotvís og Umhverfisstofnun munu á komandi veiðitímabili standa fyrir átakinu " Láttu ekki þitt eftir liggja" sem er hvatningarátak til veiðimanna um að taka með sér tóm skothylki af veiðislóð og skila á næstu Olís-stöð þar sem þátttakendur munu skila inn þáttökuseðli og fara í pott sem dregið verður út í lok átaks með veglegum vinningi. Markmiðið með átakinu er að hvetja veiðimenn til þess að ganga vel um landið og skilja einungis eftir sporin sín á veiðislóð og sýna þannig náttúru Ísland þá virðingu sem hún á skilið. Skotvís mun því á komandi veiðitímabili minna félagsmenn sína, sem og aðra veiðimenn, á mikilvægi þess að vel sé gengið um náttúruna og að veiðimenn gangi þar á undan með góðu fordæmi.

Með veiðikveðju Stjórn Skotvís

Tags: þess, þar, skotvís, eftir, liggja, þitt, láttu, veiðislóð, skila, veiðitímabili, átakinu, munu, komandi, veiðimenn
You are here: Home Náttúra og nýting Náttúra íslands Fréttir Latest Láttu ekki þitt eftir liggja