Framtíð veiða á Íslandi - Verkefni SKOTVÍS

Helstu verkefni sem SKOTVÍS á að beita sér fyrir á næstu tveimur árum [2013-2014] (Yfirlit) Talning
Markmiðssetning, rannsóknaráætlun, framkvæmdaáætlun (Styrking veiðistjórnunar) 69
Almannaréttur/Veiðiréttur 51
Fræðsluáætlun 22
Kynna skotveiðar fyrir samfélaginu og bæta ímynd þeirra 16
Samstarf við skotæfingafélög 12
Bæta umgengni, löghlýðni og veiðisiðferði 11
Fjölgun veiðitegunda 11
Stækka útbreiðslusvæði hreindýra 11
Bætt upplýsingamiðlun 10
Markvissari veiðistýring á "afræningjum" 9
Skerpa á hlutverki Veiðikortasjóðs 8
Skotvopnalöggjöf 7
Auka aðdráttarafl félagsins meðal veiðimanna 7
Endurskoða fyrirkomulag hreindýraveiða 6
Sýna stjórnmálamönnum aðhald 5
Samstarf við innkaupsaðila/þjónustuaðila/bændur/landeigendur 5
Nýliðaáætlun 4
Uppbygging búsvæða 2
Samstarf við önnur félög 2
Samtals 268

 

Helstu verkefni sem SKOTVÍS á að beita sér fyrir á næstu tveimur árum [2013-2015] (Flokkar og svör aðspurðra) Talning
Markmiðssetning, rannsóknaráætlun, framkvæmdaáætlun (Styrking veiðistjórnunar) 69
Að ekkert sé gert af hálfu hins opinbera er varðar umhverfi landsins, nema að undangenginni rannsókn. Alls ekki megi láta kunnáttuleysi njóta vafans ,né annað. 1
Að veiðistjórnun og þá meina ég góð veiðistjórnun verði komið á hjá hinu opinbera og í náinni samvinnu við veiðimenn 1
Afnám verndun Reykjaness 1
Afnema friðun á svartfugli 1
Athuga mætti leigu/afnot á ríkisjörðum þar sem félagið gæti leigt félagsmönnum og stýrt álagi 1
Ábyrg nýting rjúpnastofnsins 1
Ábyrgri afstöðu til verndunar stofna 1
Bann við sölu villigæsa svo fleiri fá tækifæri til gæsaveiða 1
Banna alla sölu á villibráð 1
Beita sér fyrir að skerðing á veiði, eins og svartfugls, verði ekki framkvæmd nema með vísindalegum sönnunum og umsögn reyndra manna 1
Benda stjórnvöldum á að ráða menn með þekkingu á skotvopnum og öllu tengdu þeim, í þær stöður sem eiga að ákveða hvað er leyft og ekki. 1
Berjast fyrir að sölubann verði sett á alla fugla sem eru veiddir á Íslandi 1
Breytt veiðistjórn á rjúpnaveiðum sem geri sem flestum kleift að stunda hóflegar veiðar 1
Bæta eftirlit og stýringu á veiðum - Kvóti pr einstaklinga t.d. fuglamerki að erlendri fyrirmynd. Tengja veiðileyfagjaldinu. Ná samkomulagi við samtök bænda og annarra gæslumanna afrétta landsins um veiðirétt/ sbr. t.d. stangveiðkortið SKOTVÍS leggi sitt - sína félaga til við rannsóknir, fræðslu, eftirlit og aðstoð við álagsstýringu á veiðistofna 1
Efla tengsl við vísindasamfélagið með það fyrir augum að reynsla og þekking skotveiðimanna sé höfð til hliðsjónar við veiðistjórnun 1
Fagleg veiðistjórnun, stoppa styttingar veiðitíma 1
Fá betri rannsóknir á rjúpnastofninum. 1
Fá veiðitíma á rjúpu lengdan (og þá helst að hann byrji fyrr svo ekki sé farin að verða afföll vegna veðurs í veiðistofni)  1
Fá vit í veiðistjórnun. Vera leiðandi í umræðu um rannsóknir á þeim dýrum sem veidd eru 1
Félagið verði raunverulegur málsvari allra veiðimanna og vinni með stjórnvöldum að skynsamari veiðum 1
Fleiri rjúpnadaga og veiðar á fleiri tegundum. Auk þess sem það þarf að passa að ekki verði frekari samdráttur á veiðiheimildum 1
Færa rjúpnatímabilið aftar þannig að hægt sé að veiða um jól 1
Gæta hagsmuna skotveiðimanna sbr. svartfuglinn. 1
Hagsmunum veiðimanna, stöðva endalausa skerðingu á veiðum, veiðidögum og eða möguleikum almennt til veiða.  1
Halda á lofti vísindalegum rökum málsstað okkar til hagsbóta 1
Koma á stað vinnuhóp sem snýr að verndun og veiði. 1
Koma rjúpnaveiðum í fastar skorður 1
Krefjast þess að ákvarðanir um heimildir til skotveiða liggi fyrir tímanlega t.d. hvað rjúpuna varðar ófært að þetta liggi ekki fyrir fyrr en rétt áður en veiðar eiga að hefjast 1
Kvóta á allar veiðitegundir á Íslandi 1
Leggja meiri áherslu á sjálfbærni, eins og náttúruvernd sem kemur veiðimönnum til góðs. 1
Leiðréttingu á veiðitíma rjúpu og koma í veg fyrir algjört bann 1
Lenging á rjúpnaveiðitímabilinu 1
lengingu á svartfuglsveiðitímabilinu 1
Lengja veiðitímabil 1
Lengri rjúpnatíma 1
Lengri rjúpnaveiði. 1
Leyfa rjúpnaveiðar áfram 1
Leyfa svartfuglsveiðar til 10. mai á suðvesturhorninu 1
Leyfi til að halda áfram að veiða svartfugl 1
Ná fram rýmri veiðitíma á svartfuglum 1
Ná samstöðu með stjórnvöldum um sjálfbærar veiðar, þar sem lagt verði áhersla á rétt skotveiðimanna til hófsamra veiða 1
Opna veiðileyfi á rjúpu á suðvesturhorninu aftur 1
Passa að ekki verði lokað á allar skotveiðar á Íslandi án tillits til stofnstærða veiðistofna 1
Passa að rjúpnaveiðar verði leyfar áfram 1
Reyna að minnka líkur á magnveiði 1
Rjúpu 1
Samstarf skotveiðimanna, vísindamanna og stjórnvalda. Mótun og framkvæmd rannsóknaráætlunar, auknar rannsóknir á vistfræði og veiðiþoli nytjastofna 1
Sjálfbær nýting veiðistofna 1
Sjálfbærni í veiðum 1
Skynsamar veiðar 1
Standa gegn gegndarlausri friðun og skorti á veiðistjórnun stjórnvalda. 1
Standa vörð um hagsmuni okkar skotveiðimanna, sérstaklega gagnvart misvitrum stjórnmálamönnum (aðallega konum,lesist Svandís). 1
Stoppa veiðistofnun í að fara út fyrir lög og reglur eins og með svartfugl ég er viss að þeir hafi ekki lögsögu þar 1
Stuðla að vernd stofna, sem þess þurfa, með ábyrgum hætti 1
Stækkun rjúpnastofnsins 1
svartfugl 1
svartfugla veiðar styðja við ransóknir á þeim og koma í veg fyrir algjört bann á 1
Svartfuglaveiðar 1
svartfugls 1
Tryggja að rjúpnaveiðar verði heimilaðar 1
Tryggja að rjúpnaveiði verði ekki alfarið bönnuð. 1
Tryggja áframhaldandi veiðar á rjúpu. 1
Tryggja hófsamar veiðar á öllum fuglum, líka gæsum. Banna sölu á villibráð sem ekki er skotin undir eftirliti, þ.e. Hreindýr. Banna skotveiðar á kvöldin 1
Tryggja í samvinnu við umhverfisstofnun sjálfbærni veiða 1
Veiðistjórnun 1
Veiðistjórnun / veiðistýring rjúpnaveiða Í dag er ekki hægt að fara í almenninga án þess að vera í stórhættu vegna ágangs. Með betri veiðistjórnun mætti minnka álag á almenninga því ekki eru allir svo heppnir að hafa ótakmarkaðan aðgang að einkalöndum - endurgjaldslaust. Vilji maður ganga rólegur til rjúpna án áhyggna um sitt eigið skinn og félagana, þarf maður oft á tíðum að greiða hátt gjald fyrir í formi leigu á einkalöndum. Skotvís hefur gert vel í fræðslu til veiðimanna og má þakka Skotvís að magnveiðar eru í dag hið minnsta litnar illu auga innan skotveiðimannasamfélagsins. Þetta fræðslustarf má ekki tapast og mögulega mætti þróa það betur og/eða meira með NÍ - sem skotveiðimenn hafa sett (kannski óverðskuldað) í sæti helsta óvinar síns. Summerað upp um helstu verkefni; veiðistjórnun / fyrirkomulag rjúpnaveiða og áframhaldandi fræðsla 1
Vera umsagnaraðili sem hlustað er á um veiði, nýtingu og verndun. 1
Væri t.d. hægt að nýta sömu rök og umhverfisráðuneytið notar fyrir friðun til að berjast fyrir því að friðun á öðrum tegundum yrði þá aflétt, t.d. lóu og spóa. 1
Öflun þekkingar á lífríki 1
Almannaréttur/Veiðiréttur 51
Að réttindi skotveiðimanna verði ekki skert hvorki á afréttum né á eignarlandi 1
Að stuðla að sem kvaða minnstum veiðum. ( Landeigendur og stjórnvöld!!!!!) 1
Aðgangur skotveiðimanna að þjóðgörðum. 1
Almannaréttur á veiðilendum. 1
Almenningur hafi aðgang að veiðisvæðum. Varðveita ferðafrelsið 1
Auðvelda skotveiði aðgengi að landi til veiða 1
Aukið aðgengi fyrir veiðimenn að afréttum/almenningum. 1
Baráttan um afréttirnar. Miðað við hvað það kostar að fara í veiði í dag þurfum við að gæta svæða í almannaeign sem landeigendur vilja eigna sér. 1
Berjast fyrir betri aðgangi að veiðisvæðum, 1
Berjast gegn illa rökstuddum og óþörfum friðunum. Berjast gegn lokun þjóðgarða. 1
Frelsi til að nýta landið með því að koma í veg fyrir lokun svæða  1
Gæta hagsmuna veiðimanna gagnvart stjórnvöldum, bændum og öðrum, sem vilja takmarka veiðar án vísindalegra raka. 1
Hafa vit fyrir pólitíkinni hér í landi, í sambandi við lög og reglur, ekki getum við sem einstaklingar gert skapaðan hlut 1
Hagsmunagæsla fyrir skotveiðimenn gegn ofstækisfullum verndarsinnum og barátta fyrir því að afréttir séu ekki lokaðar almennningi 1
Hagsmunagæslu fyrir veiðimenn gegn ríkinu og bændum. 1
Hagsmuni á öllum sviðum, sérstaklega á sviði lagasetninga og hagsmunamála sem snúa að rétti almennings til skotveiða í landinu. 1
Huga að skotlendum, áður en allt lokast.. 1
Koma að ákvörðunum um takmörkun veiðilenda þ.a. sem flest svæði verða opin til veiða 1
Koma í veg fyrir lokun á hálendisvegum á veiðitíma 1
Landréttur 1
Opna aftur lokuð veiðisvæði heiðargæsar norðan Hofsjökuls tryggja veiðimönnum rétt til skotveiða 1
Opna fyrir veiði í þjóðgörðum yfir vetrartímann. 1
Opnun á ríkisjörðum fyrir rjúpnaveiði 1
Passa að við fáum að veiða óhindrað á hálendinu 1
Réttindi allra landsmanna til að stunda skotveiða 1
Réttindi skotveiðimanna t.d. varðandi veiðilendur, að aðgengi sé betra 1
Samskipti við stjórnvöld vegna laga og reglna 1
Standa vörð um hagsmuni skotveiðimanna gagnvart landeigendum 1
Standa vörð um hagsmuni veiðimanna á hálendi Íslands 1
Standa vörð um rétt félaga til veiða 1
Standa vörð um réttindi okkar 1
Standa vörð um réttindi skotveidimanna 1
Standa vörð um þau veiðiréttindi sem eru í dag. 1
Stemma stigum við endalausum kostnaði við veiðar. Hafna laxveiðilausnum í skotveiði. Stuðla að eðlilegum aðgangi manna til fjalla og sveita til skotveiða. Hafna hugmyndum landeiganda um eign á fljúgandi dýrum. 1
Stoppa aukin friðlönd 1
Stoppa umhverfisráðherra í öllu því bulli sem hún er í gagnvart veiðimönnum og öðrum útivistarhópum. 1
Svara umhverfisráðuneyti fullum hálsi 1
Tryggja að veiðisvæði verði ekki skert. 1
Tryggja aðgengi að veiðilendum og almenningum 1
Tryggja aðgengi að veiðilendum svo ekki verði gengið á rétt veiðimanna til að ganga til veiða í íslenskri náttúru 1
Tryggja aðgengi veiðimanna að veiðilendum og rétti. 1
Tryggja aðgengi veiðimanna að veiðilendum. 1
Tryggja eðlilegt aðgengi skotveiðimanna að almenningi og afréttum, og beita sér að að fullum þunga gegn því óréttlæti, sem felst í því að veiðimönnum sé meinaður aðgangur að veiðilendum, nema gegn gjaldi, sem á sér enga lagastoð. 1
Veiðirétt veiðimanna á almenningi og ríkisjörðum. Að þjóðlendum og þjóðgörðum séu ekki lokaðar veiðum. Að sveitafélög geti ekki lokað heilum svæðum sem vafi leikur á að þeir hafi rétti til. Að félagið veiti lögfræðiaðstoð þeim veiðimönnum sem lenda í deilum um veiði rétt þ.e. ef vafi leikur á. 1
Verja veiðirétt Íslendinga á þeirri villibráð sem hingað til hefur verið heimilt að veiða. 1
Verjast fimlega gegn inngöngu í ESB og standa vörð um veiðilendur okkar og ekki gefa tommu eftir 1
Vernda réttindi 1
Verndun veiðiheimilda og veiðiréttar 1
Það er ekki í lagi að einstaklingar eða félög (sveitarfélög meðtalin) innheimti gjald fyrir veiðar á svæðum sem eru almenningur (eða verulegur vafi leikur á um að séu í einkaeigu) með hótunum um kærur o.s.frv. 1
Þjóðlendur eru næsta nýtt hugtak og merkir almenninga, áður eigendalausa, en nú í eigu ríkisins og á forræði forsætisráðherra. Þar gildir áfram almannaréttur til skotveiða (Ívar Pálsson, lögfræðingur, kennsluefni fyrir skotvopnanámskeið) en það þarf mjög að undirstrika þessi réttindi og gæta þeirra. Vissulega eru einstaklingar í stjórnsýslunni, t.d. í hinum útblásnu stofnunum Umhverfisráðuneytisins, sem sjá almannarétt einungis sem umferðarrétt undir sinni ,,mildilegu översyn" og eru á móti skotveiðum þótt annað sé gefið í skyn í samtölum. SKOTVÍS þarf að vera á verði gagnvart stjórnmálamönnum semláta stjórnast af hreppapólitík og vilja skerða rétt innlendra veiðimanna í þágu ferðaþjónustu. Þingmaður Samfylkingarinnar á Austurlandi hefur talað fyrirþví á þingi að aðilar í ferðaþjónustu fái hluta af árlegum hreindýrakvóta til ráðstöfunar. Veiðirétturinn í almenningum= þjóðlendum er bundinn við fólk með lögheimili á Íslandi. Við þurfum að vera klár á þessu og verja þá skipan mála að veiðileyfasala einstaklinga (ferðaþjónustu aðila) fari einungis fram á eignarlöndum. 1
Öflun veiðilenda 1
Fræðsluáætlun 22
Almenn fræðsla um veiðar 1
Bjóða upp á skipulegar lærdómsveiðiferðir í gæs/önd/rjúpu/ref fyrir þá sem eiga erfitt með að komast í veiði. Vanur veiðimaður væri með í för og einnig útbúnaður eins og gervifuglar. 1
Bæta vitneskju veiðimanna um fugla og vástofna. 1
Fræðsla 1
Fræðsla fyrir félagsmenn. 1
Fræðsla og námskeið. 1
Fræðsla til veiðimanna 1
Fræðsla um skotveiðar. 1
Fræðsla. 2
Fræðsla/kennsla/námskeið 1
Fræðslu fyrir veiðmenn. 1
Kynna aðferðafræði við veiðar. 1
Kynningarkvöld í takt við það sem stundum hefur verið. 1
Kynningu á veiðimennsku og veiðisvæðum. 1
Námskeið 1
Námskeið - Veiðislóð, hvað ber að hafa í huga á veiðislóð, atferli fugla, val á útbúnaði ofl. 1
Standa fyrir fræðslu og námskeiðum fyrir meðlimi á veiðum og veiðiaðferðum, t.d. á mink, ref og heiðargæs. Það er mín kenning að þeir sem eru illa upplýstir komi óorði á hina, ekki endilega af ásettningi heldur fáfræði. Svo er annað málhvort það sé hægt að ná þessum hóp á svona námskeið/fræðslufundi. Ég geri mér grein fyrir að skotvís er nú þegar að beita sér í mörgum af þessum hlutum en þetta er það sem ég tel brýnast að hamra á. 1
Útbúa "veiðivef" (svipaðan og tryggingafélögin eru með varðandi bílprófið) þar sem maður getur æft sig í að læra að þekkja í sundur tegundir og hvenær má veiða hverja. halda uppi áróðri um öryggismál, og þá sérstaklega að menn verji heyrnina í skotveiði. 1
Útbúa fræðsluefni um verkun villibráðar. Stuðla að betri nýtingu á villibráð, t.d. með því að hvetja veiðimenn til að nýta alla veiðibráðina (en ekki nýta bara bringur og henda baki og lærum eins og gert er alltof mikið af með gæs. 1
Vera með erindi er varða skotveiðar og reyna að ná til fleiri veiðimanna og þannig fjölga félagatali. 1
Öryggismál. 1
Kynna skotveiðar fyrir samfélaginu og bæta ímynd þeirra 16
Að efla veiði sem almenningssport í sátt við aðra sem stunda útivist. 1
Almannatengsl 1
Almenn fræðsla til að bæta ímynd skotmanna 1
Aukin fræðsla um skotveiðar til almennings. 1
Byggja upp trúverðuga mynd af skotveiðimönnum þar sem þeir stunda ábyrga nýtingu náttúrunnar og takist að miðla þekkingu sinni með samvinnu við aðra. 1
Fræðslu til almennings (bæta ímynd skotveiða) 1
Halda uppi áróðri fyrir skynsamlegri veiði og virðingu fyrir landi og þjóð. 1
Halda uppi markvissum áróðri bæði til félagsmanna og almennings 1
Koma fram opinberlega, nýta fjölmiðla til að gera grein fyrir starfseminni. Þetta hefur reyndar verið ágætt að mörgu leyti en sjálfsagt að efla það. Bæta ímynd félagsins, hnykkja á siðareglunum og senda skammarpósta til félagsmanna ef þær eru brotnar. 1
Koma því betur til skila að lang flestir skotveiðimenn eru verðugir að því að hafa byssuleyfi og að það eru einungir sárafáir einstaklingar sem eru að eyðileggja ímynd skotveiða á Íslandi. 1
Kynna skotveiðar fyrir alþingi og almenningi 1
Kynning á skotveiðum fyrir samfélagið 1
Uppfræðsla fyrir fjölmiðlafólk og stjórnvöld. 1
Vera sýnileg í fjölmiðlum þegar hagsmunir skotveiða eru til umfjöllunar um veiðilendur. 1
Vera sýnilegri í fjölmiðlum, svara rangfærslum fólks sem ekkert veit um skotveiði eða fugla og spendýralíf á Íslandi yfir höfuð. 1
Vera sýnilegt í umræðu um málefni sem tengjast félaginu. 1
Samstarf við skotæfingafélög 12
Að koma manni á erlend stórmót. 1
Áframhaldandi uppbygging félags- og æfingaaðstöðu. Þetta eru reyndar sennilega allt eilífðarverkefni 1
Bætt aðstaða/aðgengi fyrir skotáhugamenn (tímatakmarkanir á Álfsnesi er dæmi um slæmt aðgengi, það er ótrúlega vitlaust að það sé bannað að skjóta á sunnudögum (sem dæmi) á einu riffilaðstöðunni fyrir höfuðborgarsvæðið) Það er einnig íhugunarefni hversu há verðlagningin er á aðstöðu SR sem eru með einu aðstöðuna fyrir riffilskotfimi úti á höfuðborgarsvæðinu. Spurning hvort Skotvís geti beitt sér fyrir aðstöðu fyrir riffilskotmenn sem yrði aðgengilegri fyrir fleirri. Sem dæmi er verðlagningin hjá Skotfélagi Keflavíkur mun eðlilegri og skotbrautir sem ná allt upp í 1000m. 1
Fleiri frjáls skotsvæði. 1
Halda góðu æfingasvæði 1
Hittni. 1
Hvetja skotfélög að vera með betri aðstöðu til riffilskotfimi; standandi, liggjandi, krjúpandi.. í ljósi nýrrar reglugerðar með skotpróf. 1
Koma upp sameiginlegu skotsvæði fyrir höfuðborgarsvæðið sem fær að vera í friði til langframa 1
Lengri opnunartíma og betur auglýsta. 1
Opið skotsvæðið lengur 1
Riffilvöll 1
Samningar við skotfélög um allt land. 1
Stækka útbreiðslusvæði hreindýra 11
Dreifingu hreindýrastofnsins um landið 1
Fjölgun veiðileyfa og veiðisvæði hreindýra. 1
Hreindýr á vestfirði 4
Leyfa hreindýrum að vera út um allt 1
Stækka útbreiðslusvæði hreindýra 1
Stækkun á hreindýrastofni með nýjum veiðisvæðum. 1
Útbreiðslu hreindýra á Vestfirði. 1
Vinna að því hörðum höndum að fá hreindýr á Vestfirði. 1
Fjölgun veiðitegunda 11
Að reyna að auka þær tegundir sem má veiða 1
Auka fjölbreyttni veiðidýra 1
Berjast við ráðuneytin til að fá að veiða úr öllum stofnum dýra til að nýta á réttlátan máta 1
Ef lokað verður á rjúpnaveiðar, reyna að fá veiðitímabil á aðra fugla t.d. hrossagauk 1
Fá leyfðar veiðar á hrossagauk 1
Fá leyfi til þess að veiða aðrar tegundir s.s. lóu og hrossagauk, jafnvel súlu 1
Fjölgun fuglategunda sem veiða má 1
Rýmkun réttinda skotveiðifólks, veiðar á tegundum sem þola veiðiálag 1
Sækja jafnvel á og fá leyfi til að veiðafleiri dýr, fugla 1
Veiðar á Hrossagauk 1
Vinna að fjölbreyttari veiðum á fuglum það eru margar tegundir vannýttar á Íslandi veitir ekki af þegar rjúpan er nánast dottinn út dæmi ( Lóa, Álft, Spói o.fl.) 1
Bæta umgengni, löghlýðni og veiðisiðferði 11
Að menn gangi vel um veiðilendur, tíni eftir sig rusl og tóm skothylki. 1
Að menn virði reglur um skotafjölda í haglabyssum. 1
Að siða íslenska veiðimenn. 1
Að veiðimenn gangi snyrtilega um og fari að lögum um utanvegaakstur 1
Bæta siðferði veiðimanna (félagsmanna og annarra) 1
Fræðslu til veiðimanna (bætt siðferði). 1
Hófsemi við veiðar 1
Leggja áherslu á að menn æfi sig áður en farið er til veiða, æfing fyrst, veiða svo. 1
Ofveiði veiðimanna , umgengni í náttúruni og utanvegaakstur 1
Umgengni veiðimanna jafnt á veiðislóð sem annarsstaðar. 1
Veiðimenn virði rétt landeigenda 1
Bætt upplýsingamiðlun 10
Að veiðimenn hafi aðgengi að upplýsingum um þau landsvæði sem eru opin öllum. 1
Auðvelda mönnum aðgengi að gögnum um veiðitíma og leyfilega bráð 1
Beita sér fyrir betri upplýsingum um hvar má veida (upplýsingar fra óbyggdanefnd eru ekki goðar) 1
Bæta upplýsingar um hvað megi veiða. 1
Gagnagrunnur með hnitsettum landamerkjum fyrir allt Ísland og upplýsingum þar undir fyrir hvern eignarhlut um hvað þar er leyfilegt, hverjir eru eigendur, hvar er hægt að ná í eigendur o.s.frv. 1
Koma því á hreint hvar má veiða og hvar ekki og gera þessar upplýsingar aðgengilegar á netinu á korta formi. 1
Landréttarmál, öflun gagna um landamerki og aðgengilegur kortagrunnur. 1
Taka saman hvaða lög og reglugerðir gilda um aðgang að afréttum og kynna fyrir mönnum. Heilmikið lagakraðak í kringum þetta 1
Umsögn v/veiðiálags miðlað til félagsmanna. 1
Upplýsa veiðimenn um rétt sinn til veiða i almenningi þar sem ofríki bænda er nánast óþolandi. og senda mönnum kort af öllum þeim svæðum þar sem má taka upp byssu án þess að þurfa að lesa um sig í dagblaðinu daginn eftir, eins og einhvern glæpamann. 1
Markvissari veiðistýring á "afræningjum" 9
Að afræningjar okkar veiðimanna, refur, sílamáfur, minnkur og annað slíkti verði til rannsóknar en ekki "viðkoma refa" eða "atferli rjúpunnar" eða hvorthrossagaukurinn brosi. 1
Best væri ef öllum sjóðnum væri ráðstafað í skipulega útrýmingu á mink á Íslandi og engum peningum ráðstafað í annað fyrr síðasti minkurinn hefur verið drepinn. 1
Fækka ref 1
Fækkun minkastofnsins, refa og annars vargs 1
Fækkun refs á Hornströndum 1
Hefja baráttu fyrir því að sett verði lög um markvissa útrýmingu minks úr íslenskri náttúru þar sem minkurinn er innflutt aðskotadýr sem gert hefur óbætanlegt tjón. 1
Herja fast á yfirvöld að fara í öfluga herferð gegn minknum. Ekkert hálfkák. Hann á ekki að vera hér!!! 1
Nauðsynlegt að SKOTVÍS berjist fyrir að finna fé til að halda minka og refa stofnum í lágmarki áður en þeir hreinsa upp fuglalíf hér á landi. 1
Virkja félagsmenn í SKOTVÍS á veiðum á íslenska refnum. Það að gera vetrarveiðar á ref að sporti. Það þarf að vinna með Bændasamtökunum vegna þess að samvinna við landeigendur er nauðsynleg. Það er allra hagur að fækka ref áður en hann verður búinn að valda óbætanlegum skaða á fugfalífi landsins. Sigmar B.Hauksson getur alveg eins stundað skothúsveiðar á ref eins og að hanga uppí tré í Póllandi og skjóta villisvín. 1
Skerpa á hlutverki Veiðikortasjóðs 8
Að veiðikortasjóður verði nýttur til rannsókna á veiðidýrum og fuglum sem koma veiðimönnum til góða. 1
Auka rannsóknir á veiðidýrum 1
Koma fleiri mönnum að í úthlutunarnefnd veiðikortasjóð og taka af þá spjátrunga sem eru búnir að vera í áskrift að okkar peningum í mörg á og mjög litlu skilað til okkar veiðimanna, nema þá helst að vinna á móti okkur. 1
Krefjast þess að veiðikortasjóður breyti endalausum úthlutunum til rjúpnarannsókna. 1
Lækkun eða afnám á gjaldi í veiðikortasjóð. Misvitrir vísindamenn hafa farið illa með þennann skatt sem lagður er á veiðimenn, kenningar sem þeir halda fram á grundvelli rannsókna styrktar af veiðikortasjóði hafa bara takmarkað rétt manna til veiða. Vísindaleg rök og samhengi rannsókna við vistkerfið er ekki presenterað, heldur það að eitthvað sé að sem þarf að rannsaka betur og þá með peningum úr Veiðikortasjóði og bara hækka þá gjaldið áveiðimennina. Ég segi nei við veiðikortagjadi sem misnotað er á þennan hátt. Við eigum ekki að halda uppi stétt manna sem helst túlka rannsóknir sínar þannig að það þurfi frekari rannsóknir og tilfinningarök ráði til um veiðidagafjölda, samanber friðun á rjúpu og svartfugli. 1
Reyna að koma sjálftökuliði sem skilar engum niðurstöðum áratugum saman úr rannsóknum út úr veiðikortasjóði. 1
Vistfræðilegar fjölstofnarannsóknir á veiðistofnum. 1
Þeir sem fái úthlutað úr veiðisjóðnum , sýni einhverjar niðurstöður ekki bara sama bullið. 1
Auka aðdráttarafl félagsins meðal veiðimanna 7
Auka fjölda félaga, reyna að ná til sem allra flestra skotveiðimanna þannig að styrkur félagsins aukist. 1
Fjölga félögum í félaginu 1
Ná betri samstöðu milli skotveiðimanna svo auðveldara sé að þrýsta á sameiginleg hagsmunamál. Meira sem sameinar en sundrar samt virðist mikilsundrung. 1
Sameina skotveiðimenn 1
Sameina skotveiðimenn landsins undir einn hatt. 1
Til að fjölga félögum á landsbyggðinni þarf að koma upp afsláttarkerfi sem ekki gildir bara á höfuðborgarsvæðinu. 1
Vinna að samrýmni skotveiðimanna 1
Skotvopnalöggjöf 7
Berjast gegn endalausum aðförum gegn skotvopnaeigendum. 1
Leyfa allar tegundir skammbyssna hvor sem það er ímyndað keppnis skaft eður eigi. 1
Liðlegri skotvopnalöggjöf og í samræmi við t.d. reglur á Norðurlöndum hvað varðar hljóðdeyfa á veiðiriffla o.fl. 1
Notkun hljóðdeyfa við veiðar með riffli verði regla frekar en undantekning. 1
Réttindi skotíþróttamanna, nýlegt dæmi eru breytingar á lögum um skotvopn sem voru mikilli réttindasviptingu sem var rökstudd af mikilli vanþekkingu og liggur við ofstæki á móti skotvopnum. 1
Skotvopnalögin 1
Vinna að réttindamálum byssueigenda, bæði skotveiðimanna og íþróttamanna 1
Endurskoða fyrirkomulag hreindýraveiða 6
Að veiðimenn geti farið á veiðar án leiðsögumanns 1
Fá veiðigjöld lækkuð, sérstaklega hreindýrsgjöldin og lækka þetta fáránlega verð á skotprófinu. 1
Fella úr gildi þessa vanhugsuðu tilskipun um skotpróf fyrir hverja ferð hjá hreindýraveiðimönnum. 1
Hagsmunir skotveiðimanna hvað varðar veiðirétt á hreyndýrum t.d. eitthvað sér skotpróf upp á 4000. kr ef maður hefur réttindi til að fella dýr af hverju þarf maður þá að taka aftur próf til þess ?? 1
Með tilkomu skotprófa, hver er þá tilgangur leiðsögumansins. Með því að taka byssuleyfi/veiðileifi hjá UST eiga menn að geta haldið til veiða án leiðsögumanna. Af hverju þarf ekki að hafa leiðsögumann t.d. við veiðar á sel eða tófu? Hver er munurinn? Það þarf að móta hugmyndir um útfærslur á meira frjálsræði við hreindýraveiðar, eins og er t.d. í Noregi. Óþolandi okur á veiðimönnum (hreindýr) er eitthvað sem þarf að berjast á móti. 1
Mér finnst samt varðandi skotpróf fyrir Hreindyraveiði full mikið að ætla mönnum sem hafasannarlega stundað rifflaveiði mörg ár og skotið oft Hreindyr og aðra bráð. Séu látnir punga út fjárhæðum sem þetta sannlega er. Það er endalaust veriðað herða sultaról veiðimanna og endar bara með að aðeins þeir ríkust og útlendingar einoka þessa ástkæru útivist okkar. 1
Sýna stjórnmálamönnum aðhald 5
Auka vægi okkar við umhverfisráðuneyti og vinna í því að koma ráðherranum sem lengst í burt því þar er alger skortur á öllu sem heitir umhverfismál. Það kvuð vera laus staða senndiherra i Langtburtistan. 1
Halda umhverfisráðherra á tánum! 1
Koma Ríkisstjórninni frá. 1
Vakta aðgerðir yfirvalda, lobba, lobba, lobba. 1
Verða eins og NRA í usa 1
Samstarf við innkaupsaðila/þjónustuaðila/bændur/landeigendur 5
Finna og semja um veiðisvæði gæsa og rjúpnalönd fyrir meðlimi Skotvís. 1
Finna ódýr staðsetningartæki sem notast við gervihnetti að staðsetja veiðimenn á fjöllum og óbyggðum (neyðarhnappar). þar gæti Skotvís verið frumkvöðull í slíku forvarnarstarfi útivistarfólks. 1
Greiða fyrir aðgangi veiðimanna að veiðilöndum. Hagkvæm innkaup fyrir félaga. 1
Leita tilboða fyrir félagsmenn. 1
Vera hlutlaus tengiliður milli landeiganda og skotveiðimanna 1
Nýliðaáætlun 4
Almenn fræðsla og kynning á veiðum. Ekki síst meðal ungmenna. 1
Auka veiðiþekkingu félagsmanna sinna og þá einkum nýliða. Hvetja eldri félagsmenn/veiðimenn til að miðla af reynslu sinni til yngri veiðimanna. Án þess er hætt við að þeir hætti hinsvegar ef áhuginn myndast er ljóst að SKOTVÍS er komið með félagsmenn um ókominn ár. 1
Fræða ungviði þjóðarinnar um ágæti skotveiða. 1
Nýliðaþjálfun 1
Uppbygging búsvæða 2
Verndun votlendis og stuðla þannig fjölgun veiðisvæða (líkt og duck unlimited) 1
Vinna í endurheimt votlenda, og stuðla að friðun (fyrir öðru en veiðum) á uppeldisstöðvum mikilvægra veiðistofna 1
Samstarf við önnur félög 2
Samvinna með áhugafólki um fugla 1
Samvinna við erlenda veiðiklúbba. 1
Samtals 268
Tags: veiða, þar, veiðimanna, skotvís, gegn, skotveiðimanna, koma, verði, veiðar, vera, rétt, þarf, tryggja
You are here: Home