Hreindýrapaté

225 g svínakjöt
225 g svínafita
175 hreindýralifur
225 g hreindýrakjöt
2 hvítlauksrif
1 laukur, u.þ.b. 80 g
3 egg
2 msk kartöflumjöl
3 msk dökkt púrtvín
4 msk Cointreau
1 msk salt
3/4 tsk pipar
1 tsk múskat
1 tsk timian

A. Hakkið saman hreindýrakjötið, svínakjötið svínafituna, hreindýralifrina, laukinn og hvítlaukinn.
Blandið hakkinu vel saman í stóra skál.
B. Hrærið saman eggjunum, kartöflumjölinu, víninu og kryddinu og blandið saman við hakkið.
C. Sett í paté-form og bakað við 90° í vatnsbaði eða þar til kjarninn nær 68° hita.
Tags: stóra, blandið, laukinn, hrærið, hreindýralifrina, eggjunum, hvítlaukinn, kartöflumjölinu, hakkinu, saman