Vöktun og rannsóknir

Vöktun og rannsóknir

Vöktun og rannsóknir á lífríki Íslands er forsenda fyrir nýtingu fugla- og dýrastofna. Mikilvægt er að vöktun og rannsóknir haldist í hendur, því vöktun gefur einungis mat á stærð stofna og sýnir þróun stofnstærðar yfir lengri tímabil, meðan rannsóknir geta varpað ljósi á ástæður stofnbreytinga.  Hér á landi hefur mikil áhersla verið lögð á að þeir stofnar sem veitt er úr séu vaktaðir og eru til ágæt gögn um stofnsveiflur áratugi aftur í tímann.  Ísland hefur á undanförnum árum gerst aðili að alþjóðasamþykktum og gengist við skyldum um umfangsmeiri vöktun en stunduð hefur verið hingað til, þessu fylgir mikill kostnaður umfram það sem lagt hefur verið í þennan málaflokk fram til þessa.


VEIÐIKORTASJÓÐUR

Vöktunar- og rannsóknarverkefni hafa í gegnum tíðina eingöngu verið fjármögnuð úr Veiðikortasjóði sem settur var á fót með tilkomu laga 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, þar sem kveðið er á um að veiðikortahafar skuli árlega greiða gjald sem skuli notað til rannsókna, vöktunar og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta útgáfu kortanna. Ráðherra úthlutar fé til rannsókna af tekjum af sölu veiðikorta að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, en Umhverfisráðuneytið auglýsir árlega eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr Veiðikortasjóði.  Umsóknum á að jafnaði að skila fyrir 20. desember ár hvert og úthlutun úr sjóðnum fer yfirleitt fram eigi síðar en 15. febrúar hvert ár.  Þann 29. nóvember 2010 var gerð sú breyting á umsagnarferlinu að skipuð var sérstök ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði, sem er Umhverfisstofnun til ráðgjafar og starfa eftir ákveðnum verklagsreglum. SKOTVÍS hefur þar einn fulltrúa ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) af fimm (5).  Þessi breyting gerir skotveiðimönnum kleift að hafa meira um það að segja hvernig fjármunum Veiðikortasjóðs er varið.

Í ljósi núverandi skuldbindinga um að allir fuglastofnar (ekki einungis þeir stofnar sem veitt er úr) hér við land skuli vaktaðir (lögbundið verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands [sjá skýrslu NÍ:  Vöktun íslenskra fuglastofna, forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun]), hefur SKOTVÍS lagt áherslu á að öll vöktunarverkefni séu sett á fjárlög ríkisins.  Veiðikortasjóður skuli því eingöngu vera nýttur til rannsókna á áhrifum veiða og annarra þátta á stærð þeirra stofna sem veitt er úr.  SKOTVÍS hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu að þeir fjármunir sem skotveiðimennmun leggja af mörkun nýtist sem best og því lagt ofuráherslu á að verklag við undirbúning, auglýsingu og umsagnir sé markvisst og miðist við að ná skilgreindum markmiðum með skýrri forgangsröðun.  Leiðin til þess er að hafa yfirsýn yfir hvað hefur áunnist síðan 1995, þegar sjóðnum var hleypt af stokkunum og velta upp áleitnum rannsóknarspurningum sem nauðsynlegt er að fá svör við til að auka þekkingu okkar á lögmálum íslenskrar náttúru og styðja þannig við veiðistjórnunarkerfið með upplýstri ákvörðunartöku - SKOTVÍS hvetur því konur og karla innan fræðimannasamfélagsins til að senda inn umsóknir sem leitast við að svara slíkum spurningum. 

LISTI YFIR STYRKI VEIÐIKORTASJÓÐS FRÁ 1995 [SMELLIÐ HÉR]
Tafla yfir þá styrki sem veittir hafa verið síðan 1995, en á þessum árum hefur verið úthlutað tæplega 255 milljónum (á verðlagi hvers árs) til 95 verkefna og útlit er fyrir að hægt verði að úthluta 25-30 milljónum á hverju ári til metnaðarfullra verkefna, sé miðað við núverandi fjölda veiðikortahafa (13.000) - Taflan sýnir eftirfarandi upplýsingar.

  • Ár úthlutunar
  • Flokkur (Fugla-/dýrategund) ásamt krækju á heildaryfirlit vöktunar- rannsóknaverkefna
  • Styrkþegi (stofnun ásamt krækju á vefsíðu stofnunar)
  • Rannsóknaraðili ásamt krækju á ferilskrá viðkomandi (ef tiltæk)
  • Upphæð á verðlagi hvers árs
  • Titill verkefnis ásamt umsögn Umhverfisstofnunar (krækja) auk niðurstöðu (ef skýrsla er aðgengileg)


ÚTGEFNAR SKÝRSLUR BYGGÐAR Á VÖKTUN OG RANNSÓKNUM

Tags: hefur, hafa, verið, skotvís, villtum, yfir, vöktun, rannsóknir, skuli, lagt, ásamt, þeir, veitt, krækju, verðlagi
You are here: Home Náttúra og nýting Vöktun og rannsóknir Vöktun og Rannsóknir Vöktun og Rannsóknir Vöktun og rannsóknir