Vöktun og rannsóknir á refastofninum

VEIÐAR, VÖKTUN OG RANNSÓKNIR Á REFASTOFNINUM
Dýratollur var við lýði hér á landi í sex aldir eða til ársins 1892. Bændur sem áttu fleiri en sex kindur þurftu að drepa 2 ungar tófur á vetri hverjum eða greiða toll. Veið­­in var sönnuð með því að koma með hauskúpur dýranna á vorþing þar sem þær voru muldar mélinu smærra. Dýratollurinn rann til tófufangara sem fengnir voru til að stunda veiðarnar. Í dag fá menn greitt fyrir refaskott (mismikið eftir sveitar­félög­um) og sérstakir menn eru ráðnir í að vinna greni - Nánar um sögu refaveiða má finna á vef Melrakkaseturs Íslands [hér].

Eins og saga refaveiða ber með sér, þá hefur hún oft verið til umræðu á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu. Síðustu úttektir sem gerðar hafa verið á framkvæmd refaveiða er að finna í skýrslum nefnda sem voru skipaðar 2004 og 2013. Yfirlit lagasetninga sem tengjast refaveiðum má finna [hér]. 

Vöktun refastofnsins
Vöktun refastofnsins var lengst af í höndum Páls Hersteinssonar (líffræðistofnun HÍ) en er nú í umsjón Esterar Rut Unnsteinsdóttur (Náttúrufræðistofnun Íslands), sem einnig er forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands á Súðavík.


Áætlun veiðiþols

Fjöldi veiddra refa hefur samkvæmt veiðiskýrslum á vef UST tvöfaldast á árunum 1995-2011 og er nú í um 8.000 dýrum á ári. Árið 2003 var stofnstærðin metin á 7.500 dýr að hausti, metin með s.k. "aldurs-afla aðferð" (e. Virtual population analysis).


Refrannsóknir
Vefsíða Melrakkaseturs Íslands og heimasíða Páls Hersteinssonar eru líklega bestu heimildirnar um rannsóknir tengdum refastofninum, en í töflunni hér að neðan er að finna helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið og eru aðgengilegar á netinu. Embætti veiðistjóra í tíð Páls Hersteinssonar gaf út 10 fréttabréf á árunum 1985-1992, sem hefur einnig að geyma mikinn fróðleik um ref [sjá hér].

ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR, GREINAR, ERINDI OG SAMANTEKTIR
Af refum á Hornströndum, erindi flutt á Hrafnaþingi 11. mars 2015: Ester Unnsteinsdóttir
Merkilegir melrakkar, erindi flutt á Hrafnaþingi 30. apríl 2014: Ester Unnsteinsdóttir
Heimasíða Páls Hersteinssonar
Estimation of lamb mortality during summer in Iceland, a step towards estimating costs and benefits of arctic fox culling: HH, AFJ, ERU (2013)
Málþing SKOTVÍS - Rjúpan & Refurinn (2011)
Samantekt Sveins Björnssonar á blog.is um fæðuval refa (2010)
Fæða refa á hálendi Íslands að vetrarlagi: HH (2008)
 
 
ERLENDAR RANNSÓKNIR, GREINAR OG SAMANTEKTIR
 
 
 

 

 

Tags: voru, íslands, hafa, verið, finna, [hér], gerðar, vöktun, menn, rannsóknir, metin, greinar
You are here: Home Náttúra og nýting Vöktun og rannsóknir Refastofninn