Vöktun og rannsóknir

Vöktun og rannsóknir á íslenska rjúpnastofninum

RJÚPNAVÖKTUN, RJÚPNARANNSÓKNIR OG RJÚPNALÍKANIÐ
Íslenski rjúpnastofninn er óumdeilanlega sú tegund sem hefur fengið mesta athygli í umfjöllun um veiðistofna og veiðar.  Frá upphafi hefur rúmlega helmingur allra fjármuna sem veitt er úr Veiðikortasjóði farið til verkefna tengdum rjúpunni.

Rjúpnavöktun

Vortalningar (karratalningar og aldurshlutföll) marka upphaf "Rjúpnaársins" sem varir frá 20. apríl til 19. apríl árið eftir. Niðurstöður talningargagna frá rúmlega 40+ svæðum (víðsvegar um landið) gera fræðimönnum kleift að meta stofnvísitölu fyrir landið í heild og lagt þannig mat á varpstofn að vori, auk aldurshlutfalla fyrsta árs fugls og fullorðinna fugla í varpstofni.

Síðsumarstalningar (ungatalningar) er fyrsti snertiflötur við nýjan rjúpnaárgang og er þá miðað við 1. ágúst. Þá eru ungar taldir á norðausturlandi og suðvesturlandi og reiknað út meðaltal unga á hænu á hverju þessarra svæða. Að jafnaði eru um 5% af hænunum án unga og eru þær með í þessu meðaltali, auk þess sem gert er ráð fyrir að kynjahlutföll séu jöfn hjá ungum og fullorðnum fuglum. Ungahlutföll síðsumars eru notuð til að reikna út stofnstærð að hausti og áætlað veiðiþol, sem er að jafnaði um 8,8% af hauststofni þann mánuð sem veitt verður.

NÍ hefur gefið út neðangreind fjölrit um niðurstöður vöktunar og nálgun við stofnstærðarmat og mat á veiðiþoli:

Rjúpnalíkanið - Áætlun stofnstærðar og veiðiþols
Líkanið sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur þróað í samstarfi við Reiknifræðistofnun Háskóla Íslands síðan 2004, er notað til að meta veiðiþol rjúpnastofnsins.  Líkaninu er ætlað að herma einfaldaða mynd af tiltölulega flóknu samspil ýmissa þátta með því að einblína á tvo þætti, þ.e. náttúruleg afföll og afföll vegna veiða.  Hér að neðan er að finna greinar um rjúpnalíkanið

Í september á hverju ári metur Náttúrufræðistofnun áætlað veiðiþol úr rjúpnastofninum á grundvelli vöktunar sem framkvæmd er að vori (karratalning og aldurshlutföll) og síðsumars (ungatalning).  Tillögur stofnunarinnar annarsvegar og umhverfisstofnunar hinsvegar eru sendar til umhverfisráðuneytis í upphafi september ár hvert.  Hér að neðan er að finna ráðgjöf og tillögur UST og NÍ undanfarinna ára, auk ákvarðanna ráðherra.

  • Ráðgjöf UST:                   2000, 2001, 2002, (2003), (2004), 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013
  • Ráðgjöf NÍ:                      2000, 2001, 2002, (2003), (2004), 200520062007, 2008, 2009, 2010, 2011, 20122013
  • Ákvörðun ráðherra:        2000, 2001, 2002, (2003), (2004), 200520062007200820092010201120122013

Rjúpnarannsóknir

Náttúrfræðistofnun Íslands hefur reglulega lagt til rannsóknaáætlanir (2003-20072006-2007,  2008-2012, 2013-2017) sem reynt hefur verið að fylgja eftir eftir fremsta megni.  Ennfremur hafa aðrar rannsóknir verið gerða af öðrum aðilum en NÍ og getur að líta helstu útgefnu niðurstöður í töflunni hér að neðan. Á vefsíðu Fálkaseturs Íslands er einnig að finna ágæta samantekt um rjúpuna.

ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR OG GREINAR
Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 2011: OKN 2012
Reproductive success and survival of hen rock ptarmigan (Lagopus muta) during summer: AOS 2012
Ástand rjúpnastofnsins 2011. Tímaritið SKOTVÍS 17.árg: 20-21: OKN 2011.
Gyrfalcon population and reproduction in relation to Rock Ptarmigan numbers in Iceland: OKN 2011 [Sjá einnig önnur erindi hér frá sömu ráðstefnu]
Af rjúpum og fálkum. Náttúrufræðingurinn 79(1-4):8-17: OKN 2010
Ástand rjúpnastofnsins 2009. Tímaritið SKOTVÍS 16.árg: 20-22: OKN 2010
Feather mites (Astigmata: Psoroptidia) parasitising the rock ptarmigan Lagopus muta (Montin) (Aves: Galliformes) in Iceland. Systematic Parasitology 75: 187–206: SVM, KS, SThTh, OKN 2010.
Árstíðabreytingar á iðrasníkjudýrum rjúpu. Náttúrufræðingurinn 80(1-2): 33-40: SThTh, KS, OKN 2010.
The Helminth Fauna of the Rock Ptarmigan in Iceland - Species Composition and Inter-annual Changes in Prevalence and Intensity of Infection: US, OKN, KS 2010
Parasite Diversity of the Rock Ptarmigan in Iceland [ágrip]. Ráðstefna Líffræðifélags Íslands og Vistfræðifélags Íslands um líffræðilega fjölbreytni. Reykjavík: Líffræðifélag Íslands: US, KS, OKN 2010.
Vöktun rjúpnastofnsins studd með sameindaerfðafræðilegri kyngreiningu: LG, OKN, KPM 2009.
Rjúpnarannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands: ferðalög kvenfugla á milli vetrarhaga og varpstöðva og frjósemi, afföll og sníkjudýr. Tímarit Skotvís: 13: 9-10: OKN 2007
Two new Eimeria species (Protozoa: Eimiriidae) from wild rock ptarmigans (Lagopus muta islandorum) in Iceland: KS, SThTh 2007
Ástand rjúpnastofnsins 2006. Fuglar 3 (53-55): OKN 2006
Aldurshlutföll í rjúpnaveiði 2005. Náttúrufræðistofnun Íslands. NÍ-06003. 19 bls.: OKN 2006
Tengsl fálka og rjúpu: OKN 2006
Rock ptarmigan population dynamics on Iceland: TW 2005
Vöktun rjúpnastofnsins. Fuglar 2 (24-27): OKN 2005
Population cycles in rock ptarmigan Lagopus muta: modelling and parameter estimation. Tech. Rep. RH-19-2004, Raunvísindastofnun Háskólans, 35 bls.: KGM, JB, OKN 2005
Analysis of time series for rock ptarmigan and gyrfalcon populations in nort-east Iceland: JB, SHL, KGM, OKN 2003
Vetrarafföll rjúpna 1999-2001 [verkefni styrkt sérstaklega af ríkissjóði, ekki Veiðikortasjóði]
Vetrarafföl rjúpna við Eyjafjörð 2000-2001: OKN 2001
Vetrarafföll rjúpna í nágrenni Reykjavíkur 1995-2000 (OKN 2000)
Vetrarafföll rjúpna í nágrenni Reykjavíkur 1995 til 2000. Tímaritið SKOTVÍS 6.árg: 15-19: OKN 2000
Ástand rjúpnastofnsins vorið 1999. Tímaritið SKOTVÍS 5.árg: 13-16: OKN 1999
Gyrfalcon predation on ptarmigan: numerical and functional responses. Journal of Animal Ecology 68: 1034-1050: OKN 1999
Ástand rjúpnastofnsins og horfur. Veiðidagbók 1998. Bls. 7-9: OKN 1998
Rjúpnamerkingar. Tímaritið SKOTVÍS 4.árg: 35-40: OKN 1998
Ástand rjúpnastofnsins vorið 1997. Tímaritið SKOTVÍS: 29–31: OKN 1997
Ferðalög rjúpna. Vesturlandspósturinn 2 (16): 2: OKN 1997
Rjúpnamerkingar. Veiðistjóraembættið, veiðidagbók. Bls. 9–11: OKN 1997
Rjúpnarannsóknir 1994–1997. NÍ 97-022: OKN 1997
Rjúpnarannsóknir á Birningsstöðum í Laxárdal 1963–1995. Bliki 18: 14–22: OKN 1997
Vöktun rjúpnastofnsins. Veiðistjóraembættið, veiðidagbók. Bls. 6–8: OKN 1997
Rjúpnarannsóknir á Kvískerjum 1963-1995. Náttúrufræðingurinn 66: 115-123: OKN, HB 1997
Afföll og ferðir rjúpna utan varptíma. Tímaritið SKOTVÍS 2.árg: 31-34: OKN 1996
Rjúpnarannsóknir. Ársrit Náttúrufræðistofnunar Íslands 1995. Bls. 14-20: OKN 1996
Rjúpnatalningar á Norðausturlandi 1981-1994. Náttúrufræðingurinn 65: 137-151: OKN 1996
Aldurshlutföll í rjúpnaafla haustið 1994. Fréttabréf SKOTVÍS 11: 12: OKN 1995
Íslenska rjúpan: rannsóknir og niðurstöður. Sportveiðiblaðið 14: 74-78: OKN 1995
Karrar og gróðurfar. Náttúrufræðingurinn 65: 81-102: OKN 1995
Rjúpnamerkingar. Bliki 15: 63-66: OKN 1995
 
ERLENDAR RANNSÓKNIR OG GREINAR
Newsletter of the Grouse Group of the IUCN/Species Survival Commission Galliformes Specialist Group
 Grouse Bibliography

 

 

Tags: hefur, íslands, skotvís, vöktun, ptarmigan, rock, 1997, ástand, iceland, rjúpna, rannsóknir, rjúpnastofnsins, 1995
You are here: Home Náttúra og nýting Vöktun og rannsóknir Vöktun og Rannsóknir Vöktun og Rannsóknir Vöktun og rannsóknir á íslenska rjúpnastofninum