Söfnun rjúpnavængja - Vantar sýni frá vesturlandi!
- Details
- Published on 19 December 2013
- Hits: 925
Ágætu veiðimenn:
Einn þáttur í vöktun rjúpnastofnsins er mæling á aldurshlutföllum á veiðitíma. Þessi gögn eru ásamt með öðrum gagnaröðum notuð til að meta heildarstofnstærð, afföll o.fl. Sýnin eru vængir sem veiðimenn hafa sent inn til greiningar. Um 300 manns eru á póstlista þessa verkefnis og hafa sent inn sýni. Þótt hópurinn sé sæmilega stór þá dugir þetta ekki til að ná lágmarkssýnastærð úr hverjum landshluta þau ár þegar lítið er veitt líkt og reyndin var 2012 og virðist ætla að verða í ár. Þegar þessi orð eru rituð þá lítur gagnataflan út svona:
Veiðitími 2013
Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ungfuglar
Vesturland 14 18 32 56%
Vestfirðir 81 167 248 67%
Norðvesturland 64 137 201 68%
Norðausturland 141 716 857 84%
Austurland 118 342 460 74%
Suðurland 4 21 25 84%
Ógreint 0 0 0 #DIV/0!
Samtals 422 1401 1823 77%
Markmiðið er að ná helst um 400 fuglum til greiningar úr hverjum landshluta. Ég er kominn með gott sýni fyrir Norðausturland og Austurland en minna í öðrum landshlutum. Þess vegna leita ég nú til félaga í SKOTVÍS og bið alla góða menn sem eftir eiga að gera að sínum rjúpum að halda öðrum vængnum eftir og senda á undirritaðan ásamt með upplýsingum um nafn veiðimann og veiðistað (nægir að nefna sveit og eða landshluta). Ef menn kjósa þá er hægt er að senda vængina með Íslandspósti á kostnað þess er við sendingunni tekur.
Með bestu kveðju og óskum um gleðileg Jól,
Ólafur K. Nielsen
Náttúrufræðistofnun Íslands
Urriðaholtsstræti 6-8
Pósthólf 125
212 Garðabær