Rjúpnatalningar 2013

SKOTVÍS hefur síðustu ár tekið virkan þátt í rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands en talningarstaðir á landinu öllu eru 41 talsins í dag. Skotvís hefur lengi talið ákveðinn reit á Þingvöllum ár hvert en fyrir nokkrum árum tóku nokkrir félagsmenn að sér að sjá um talningar á nýju svæði í Vestur Húnavatnssýslu. Talningar á vorin byggja á því að taldir eru karrar á sama svæði, á sama tíma árlega (fer eftir aðferð) og allir rjúpnakarrar sem og kerlingar sem sjást eru taldar. Á þessum tíma árs eru karrarnir hvítir og áberandi og eru að helga sér óðöl. Talningaraðferðirnar á þessum tveimur svæðum eru mismunandi. Á Þingvöllum er talinn reitur af ákveðinni stærð og talningarmenn ganga með eins litlu millibil og mögulegt er og fínkemba þá svæðið og telja þær rjúpur sem sjást. Í Húnavatnssýslunni er notast við göngusið sem talningarmenn ganga eftir og telja rjúpur sem sjást frá sniðinu og mæla fjarlægðina í þær, þetta eru um 30 göngusnið sem ná frá Miðfirði að Víðidal og eru rúmlega 100 km að lengd. Síðan má út frá þessum mælingum reikna út þéttleika með ákveðnum reikniaðferðum (sjá nánar á http://www.ruwpa.st-and.ac.uk/distance/). Út úr þessum talning fást síðan mikilvæg gögn sem m.a. gefa vísbendingar um breytingar á stofnstærð rjúpunnar en því fleiri svæði sem eru talin og því meira flatarmál sem komist er yfir á hverju ári gera niðurtöðurnar marktækari, hér getur SKOTVÍS og veiðimenn spilað stóra rullu með því að taka að sér fleiri svæði enda er mikilvægt að sem best gögn liggi fyrir þegar meta á stofnstærð rjúpunnar og hugsanlegt veiðiþol.

Myndir úr Húnavatnsferðinni má sjá með því að smella á FLICKR linkinn hér hægra megin á síðunni.

Tags: skotvís, sama, svæði, þessum, sjá, talningar, eftir, tíma, rjúpunnar, gögn, fleiri, þingvöllum
You are here: Home