Gæsakvöld með Arnóri Þ. Sigfússyni (Upptökur)

blesa11eFimmtudaginn 12. desember var haldið gæsakvöld hjá Verkís, að Suðurlandsbraut 4.  Þar hélt Arnór Þ. Sigfússon fræðslukvöld fyrir þá aðila sem hafa aðstoðað hann við rannsóknir og vöktun á gæsastofnunum í gegnum tíðina.  Þetta eru veiðimenn sem hafa sent inn vængi af gæsum og öndum til aldursgreininga og einnig veiðimenn og gæsaáhugamenn sem hafa sent inn upplýsingar um fjölda gæsa víða um land sömu helgar og talningar hafa farið fram á vetrarstöðvunum. 

 

Á fundinum fjallaði Arnór fyrst um ástand gæsastofna hér á landi og horfur í ljósi niðurstaðna úr vöktun.  Þar kom m.a. fram á hvern hátt þau gögn sem veiðimenn og gæsaáhugamenn aðstoða við að afla nýtast.  Að því loknu flutti Helgi Guðjónsson, sem er í mastersnámi í líffræði við Háskóla Íslands, erindi um mastersverkefni sitt sem hann nefnir: "Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða á Íslandi“. 

 

Að því loknu fór Arnór yfir ferðalög heiðgæsanna Harðar og Úlfars sem merktir voru með GPS sendum á Fljótsdalsheiðinni í sumar. Upplýsingar um ferðir þeirra má finna á vefslóðinni http://telemetry.wikispaces.com/pinkfeet.

 

Upptökur af fundinum má nálgast hér.

Eintak af Greining anda- gæsavængja úr veiði 2012 má nálgast hér.

 

Kveðja

Arnór

Tags: fundinum, þar, hafa, upplýsingar, vöktun, arnór, rannsóknir, hér, veiðimenn, nálgast
You are here: Home