Hvað er að frétta af okkar málum? - Spjallað við Guðmund Bjarnason umhverfisráðherra

skotvis1998f.jpgAf þeim yfirvöldum sem Skotveiðifélag Íslands þarf að hafa hvað nánust sam­skipti við er sambandið við Umhverfis­ráðu­neytið einna mest. Samskipti okkar hjá SKOT­VÍS við núverandi umhverfis­ráð­­herra hafa verið með miklum ágæt­um. Nú þegar aðeins tæpt ár er eftir af kjör­tímabilinu er ekki úr vegi að fræð­ast nánar um stöðu ýmissa mála sem skipta okk­ur íslenska skotveiðimenn miklu máli. Að því tilefni var umhverfisráðherra tek­inn tali og lagðar fyrir hann nokkrar brennandi spurningar. Hvernig voru þín æsku- og upp­vaxtar­ár?
Ég er fæddur og uppalinn á Húsa­vík og eins og flest börn og ungl­ingar sem alast upp í litlum sjávar­pláss­um kynntist ég vel þeim undirstöðum sem íslenskt samfélag byggir á. Við lék­um okkur í fjörunni og á...

Read more: Hvað er að frétta...

Með veiðieðlið í blóðinu - Viðtal við Kristján Pálsson

skotvis1998f.jpgKristján Pálsson, alþingismaður, er fædd­ur í Reykjavík 1. desember 1944. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði 1961, vélavarðar-námskeiði Fiski­­félags Íslands 1963, farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1967, stúdentsprófi frá Tækniskóla Íslands 1975 og prófi í útgerðartækni frá sama skóla 1977. Kristján fór ungur til sjós og var sjómaður á farskipum og fiskiskipum 1960-1976. Hann var sveitarstjóri á Suður­eyri 1977-80. Framkvæmdastjóri Útvers hf. í Ólafsvík...

Read more: Með veiðieðlið í...

Veiðisögur

skotvis1999f.jpgÍ ferðum þeim sem farnar voru á vegum SKOT­VÍS til Minnesota fyrr á árinu var jafnan glatt á hjalla. Eitt kvöld í hvorri ferð var sest niður á barn­um á hótelinu og sagðar veiði­sögur, margar hverjar mjög skemmti­legar. Hér á eftir gefur að líta nokkrar þeirra og var sú fyrsta sögð af Sigvalda Péturs­syni. Þær sem á eftir henni koma voru sagðar af séra Gunnari Sigurjónssyni.

 

 

Sagan af því þegar byssan bjargaði lífi Jóns veiðimans

Stríðsárin eru liðin með...

Read more: Veiðisögur

Spurt og spjallað við Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra

skotvis1999f.jpgSiv, hvað getur þú sagt okkur af sjálfri þér?
Seltirningur er ég, en með siglfirskt og norskt blóð í æðum. Faðir minn, Friðleifur Stefánsson, er mikill veiðimaður, veiðir silung, lax og fer á sjóstöng. Fyrr á árum skaut hann rjúpurnar í jólamatinn okkar sem móðir mín, Björg Juhlin Árnadóttir, matreiddi eftir öllum kúnstnarinnar reglum. Nú hefur Þorsteinn maðurinn minn tekið við, veiðir og eldar jólakræsingarnar. Ég ólst upp á Seltjarnarnesi við sjórok og mikið útsýni, og bý þar enn...

Read more: Spurt og spjallað...

Veiðimenn eru oft bestu náttúruverndarmennirnir - Viðtal við Steingrím J. Sigfússon

skotvis1999f.jpgSkotveiðar voru eðli­legur hluti af tilverunni þegar Steingrímur J. Sig­fús­son alþingismaður var að alast upp á Gunnars­stöðum í Þistilfirði. Byssan var notuð til að afla lífsbjargar og gjarnan höfð með til sjós eða upp á heiðar. Þegar haustaði var legið fyrir gæs og gengið til rjúpna auk þess sem hlunkað var á flugvarginn árið um kring. Nú þykist þing­maður­inn hepp­inn ef hann kemst í einn rjúpna­leið­angur á ári.

Steingrímur segist hafa haft áhuga á veiðiskap frá því hann fór að muna...

Read more: Veiðimenn eru oft...

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Viðtöl og frásagnir