Veiðieðlið

50-51-1.jpg

50-51-1b.jpgMenn voru hissa að við færum til fjalla hér á landi, en þetta er alls ekki hægt að skilja, þessi árátta er undar­leg í þeirra augum. Það hafa væntan­lega ver­ið veiðmenn sem ákváðu á sín­um tíma að minnsta riffilkúla sem við mætt­um nota til veiða á hrein­dýrum væri cal 243. Hreindýr eru frekar lítil og skot­létt dýr sé miðað við mörg af stærri veiðidýrum erlendis. En það hafa varla verið veiðimenn eða -konur sem tóku þá ákvörðun að við skyldum ekki nota stærri kúlur en cal 30 þegar við erum að veiða bæði hér og erlendis. Hver er ástæðan? Hún er einföld; þekkingar­leysi og áhugaleysi á að kynna sér mál­ið, eða leita sérfræði­að­stoðar. Auðvitað getur cal 30 riffill verið nóg hér á landi en það er hann alls ekki við veiðar á mörg­um dýrum erlendis. Svo lítil skot er í raun bannað að nota til veiða á marg­ar dýra­tegund­ir. Ástæðan er ein­föld. Kúlur þurfa að vera bæði breiðari og þyngri heldur en cal 30 til að geta unn­ið hratt og örugglega á mörgum stærri og hættu­legri dýrum. Aðstæður geta einnig ver­ið þannig að betra er að nota breiðar þung­ar kúlur heldur en mjóar. Tak­mark­anir geta verið nauð­syn­legar á mörg­um hlutum en það er vissulega óþarfi að hafa takmörk á stærð kúlu. Eðlilegt hefði verið að leyfa veiðmönnum að kaupa veiði­riffla með því caliberi sem þeir telja sig þurfa í hvert skipti. Auka síðan við fræðslu í sam­vinnu við skot­veiði­félögin í land­inu þannig að veiðimenn geti valið veiðivopn af visku en ekki vegna þrjósku.

50-51-2.jpg

Ívar Erlendsson
Veiðimaður
Tags: hefur, hafa, árum, sterkt, okkur, menn, veiðieðlið, fóru, bara, dregur, konur), síðustu, fara
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Veiðar erlendis Veiðieðlið