Skotvís og rjúpnaveiðarRjúpnaveiðar hafa ávallt verið fyrirferðamest í umræðunni um veiðar meðal þjóðarinnar, ráðamanna, fræðimanna og veiðimanna.  Stærstur hluti veiðimanna stunda rjúpnaveiðar og í hugum margra er 15. október sá dagur sem flestir tengja við rjúpnaveiðar.  Rjúpnastofninn sveiflast mikið á milli ára og fyrir því liggja oft óljósar ástæður, þó margar séu kenningarnar.  Umræðan um veiðiþol hefur því skotið upp kollinum í hverri einustu niðursveiflu og við þær aðstæður hafa menn tekist á um hvernig beri að haga veiðum. 

Eftir tilkomu umhverfisráðuneytisins (1990), fóru stjórnmálamenn að setja sín fingraför á umræðuna, fyrst með styttingu rjúpnaveiðitímabils 1993 (Össur Skarphéðinsson), en árið eftir var rjúpnaveiði leyfð aftur eftir mikla vinnu Skotvís, m.a. með ráðstefnuhaldi þar sem fram komu erlendir vísindamenn með aðra sýn á hlutina.  Árið 2002 var aftur sett á takmörkun veiða (Siv Friðleifsdóttir) sem átti að gilda til fimm ára, en árið eftir var sett á algjört rjúpnaveiðibann frá 2003-2005 (Siv Friðleifsdóttir).  Þessi ráðstöfun var þvert á þá línu sem gefin var 2002 og sætti mikilli gagnrýni sem m.a. leiddi til þess að Skotvís skipulagði alþjóðlega rjúpnaráðstefnu þar sem þekktir fræðimenn kynntu veiðistjórnun erlendis og Skotvís beitti sér fyrir endurupptöku málsins með ýmsum hætti.  Þetta leiddi til þess að rjúpnaveiðibanni var aflétt einu ári fyrr en til stóð.

Í seinni tíð hefur rjúpnaveiðidögum fækkað í skrefum úr 69 í 49 (2002), í 47 (2005), í 26 (2006), í 18 (2007) og nú síðast í 9 (2011).  Þessarri veiðistýringu hefur ítrekað verið mótmælt, sérstaklega vegna þess að umhverfisráðherra hefur hunsað algjörlega tillögur veiðistjórnunarsviðs umhverfisstofnunar og beinlínis skipað stofnunum sínum að fylgja pólitískum línum.

Skoðið tímalínuna hér að ofan til að fræðast um sögu þessa máls.  Skoðið einnig tímalínunrnar Skotvís og fagleg veiðistjórnun og Skotvís og landréttarmál, sem eru nátengd um ræðu um rjúpnaveiðar

Tags: þess, hefur, þar, hafa, skotvís, veiðistjórnun, eftir, rjúpnaveiðar, árið, (siv, leiddi, aftur, sett, 2002
You are here: Home Félagið Söguyfirlit Rjúpnaveiðar