Skotvís og opinber nefndarseta



Einn af megináföngum í starfi Skotvís er sá að vera álitinn málsmetandi hagsmunaaðili þegar kemur að opinberri umræðu og þátttöku í opinberri málefnavinnu.  Með tilkomu laga 64/1994 um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðlaðist Skotvís þann sess að vera getinn sérstaklega sem hagsmunaaðili í lögunum og því erfitt fyrir stjórnvöld að sniðganga sjónarmið félagsins í málefnum skotveiðimanna.  Þetta þýðir að Skotvís hefur átt fulltrúa í allmörgum opinberum nefndum sem settar hafa verið á laggirnar í gegnum tíðina.

Þátttaka í opinberu nefndarstarfi hefur gefið skotveiðimönnum rödd á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar, þ.e. hjá stjórnvöldum.  Þó svo að skotveiðimenn hafi ekki alltaf farið sáttir frá borði, þá er forsenda fyrir árangri á slíkum vettvangi skýr stefna félagsins og öflug málefnavinna í hinum ýmsu málum.

Skoðið einnig tímalínuna Skotvís, lagaumhverfið og opinberar stofnanir.

Tags: félagsins, hefur, þar, skotvís, skotveiðimenn, vettvangi, opinberri, hagsmunaaðili, vera, villtum, þ.e, teknar, ákvarðanir, hjá, stjórnvöldum
You are here: Home Félagið Söguyfirlit Opinber nefndarseta