Skotvís, lagaumhverfið og opinberar stofnanirSkotvís leggur áherslu á að skotveiðimenn virði lög og reglugerðir, en standi jafnframt vörð um eigin rétt.  Þó ótrúlega megi virðast, þá er oft brotið á réttindum almennings, þar á meðal skotveiðimanna.  Margir veiðimenn hafa komið að lokuðum hliðum, verið hindraðir í því að komast á veiðislóð, verið bannað að veiða á löndum utan landareigna lögbýla, einnig hefur Skotvís verið hindraður aðgangur í lögboðnu samráði, t.d. í aðdraganda stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem réttindi um samráð sem tilgreind eru í Árósarsáttmálanum hafa verið virt að vettugi.  Stjórnvöld hafa oft á tíðum stundað "sýndarsamráð" með strangri túlkun á löggjöf og komið sér þannig undan því að hafa raunverulegt samráð með frjálsum félagasamtökum á borð við Skotvís.  Þetta lýsir einbeittum brotavilja stjórnvalda þar sem þau hafa oft gert allt sem í þeirra valdi stóð til að komast hjá samráði.

Ef ekki er sátt um lögin, þá er nauðsynlegt að upplýsa löggjafann, þá 63 kjörnu fulltrúa sem þjóna almenningi.  Skotvís hefur átt í miklum samskiptum við þingmenn í tengslum við slík mál og bæði átt þátt í því að breyta löggjöf og að koma í veg fyrir að illa undirbúin frumvörp líti dagsins ljós, t.d. útfrá sjónarmiðum Faglegrar Veiðistjórnunar.

Skotvís hefur átt og á í góðu samstarfi við opinberar stofnanir sem tengjast málefnum skotveiðimanna, en því miður er það svo að stjórnvöld hafa sett þeþegarssar stofnanir í aðstöðu sem gerir þær óstarfhæfar.  Hér er aðallega átt við þegar pólitísk áhrif hafa yfirtekið fagleg vinnubrögð.  Stjórnvöld sniðganga þá stofnun sem hefur með tillögugerð að veiðistjórnun að gera, svelta þær stofnanir (og sjálfseignarstofnanir) sem hafa getu til þess að stunda rannsóknir af fagmennsku og nægir þar að nefna að umhverfisráðuneytið hefur ekki lagt til neina teljani fjármuni á fjárlögum til rannsókna frá upphafi (1990).  Allt fé sem rennur til rannsókna kemur frá skotveiðimönnum í formi veiðikortagjalds sem rennur að hluta í Veiðikortasjóð.

Veiðikortasjóður hefur frá upphafi styrkt 87 verkefni, samtals að upphæð 230 milljónir að nafnvirði og það er allt og sumt sem runnið hefur til rannsókna (og vöktunar).

Skoðið einnig tímalínuna Skotvís og fagleg veiðistjórnun.

Tags: hefur, þar, hafa, verið, skotvís, einnig, stofnanir, átt, rannsókna, stjórnvöld, allt, rennur, komið
You are here: Home Félagið Söguyfirlit Lagaumhverfið og opinberar stofnanir