Skotvís, félagsaðstaða, fræðsla, útgáfa og miðlarSkotvís hefur í seinni tíð nýtt sér möguleika netsins til að miðla upplýsingum og boðskap stjórnar, en áður hefur Fréttabréf Skotvís verið sá miðill sem hefur verið mest notaður og er nú aðgengilegur á netinu (issuu.com), en stefnt er að því að gera öll eldri fréttabréf aðgengileg á rafrænu formi.  Skotvísblaðið hóf göngu sína 1995, en blaðið er eina ritið sem gefið er út á Íslandi sem er eingöngu helgað skotveiði.  Blaðið hefur komið út óslitið frá 1995 og er í dag álitið merkilegur safngripur og góð heimild um skotveiðar á Íslandi.  Skotvís hefur einnig staðið fyrir útgáfu á heimildarmyndum um gildruveiðar á mink, rjúpnaveiðar, heimildarmynd um náttúru og nýtingu auk þess sem verið er að leggja lokahönd á heimildarmynd um verkun villiibráðar.

Facebook síða félagsins er í dag sá miðill sem hefur að geyma allar fréttir sem varða skotveiðimenn, en megnið af fréttunum koma úr skönnun fréttavaktarinnar og því er fátt sem framhjá þeim sem fylgjast þarf með.  Fleirri rafrænir miðlar eru notaðir sem eru aðgengilegir á heimasíðu félagsins, s.s. sjónvarpsstöð (vimeo.com), myndir úr starfi félagsins (flickr.com) o.fl..

Félagsaðstaðan er hjarta hvers félags, ef möguleikinn fyrir að hittast, ræða málin og vinna skipulega að hagsmunum skotveiðimanna er ekki til staðar, þá er hætt við því aflið sem býr í félagsmönnum verði illa nýtt.  Veiðiselið hefur verið byggt upp í tvígang, fyrst á Skemmuvegi 14 í Kópavogi og nú til húsa að Eirhöfða 11 í Reykjavík.  Fyrir nokkrum árum var einnig starfrækt skrifstofa félagsins með launuðum starfsmanni, en vegna fjárhagsstöðu varð þvi miður að leggja af þá þjónustu, en vonandi mun koma sá dagur að slíkt verði mögulegt aftur.

Tags: félagsins, hefur, verið, skotvís, blaðið, miðill, einnig, heimildarmynd, fréttabréf, leggja, koma, verði
You are here: Home Félagið Söguyfirlit Félagsaðstaða, fræðsla, útgáfa og miðlar