Skotvís, deildir, aðildarfélög og samstarf við önnur samtök
- Details
- Published on 21 February 2012
- Hits: 3573
Skotvís eru landssamtök skotveiðimanna, en hefur áður verið regnhlífasamtök skotveiðifélaga sem voru staðsett víðsvegar um land. Skipulag félagsins er mikilvægt til að það nái markmiðum sínum og byggir ekki bara á fjölda félaga, heldur ekki síst virkra félaga sem koma beint að málefnastarfi félagsins. Skotvís hefur í gegnum tíðina bundist samtökum sem tengjast svipaðri stafsemi á vettvangi norðurlanda (Nordisk Jegersamvirke) og Evrópu (FACE). Á innlendum vettvangi er Skotvís aðili að Samút og Ferðafrelsi, hvorutveggja samtökum sem tengjast baráttunni fyrir almannarétti og samráði um hagsmuni útivistarfólks.
Á vettvangi skotveiðimanna leggur Skotvís mikla áherslu á að kjarnar skotveiðimanna víðsvegar um land geti gert samstarfssamning sem byggir á sameiginlegum markmiðum og er stefnan að aðlaga lög félagsins betur að þeim möguleika. Í dag hefur slíkur samningur aðeins verið gerður við eitt félag, þ.e. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis, Skotreyn, en það félag var upphaflega stofnað sem deild innan Skotvís 1986, en starfar nú sem sjálfstætt félag.