Skotvís, þjóðgarðar, friðlönd og veiðarSífellt stærra landssvæði fer undir þjóðgarða og friðlönd, en þetta er þróun sem hefur farið hraðar yfir en nokkurn grunaði, ekki síst vegna pólitískra áherslna þar sem stefnt er að því að tryggja völd ríkisins og hindra frekari virkjanaframkvæmdir á hálendinu.  Núverandi áform gera ráð fyrir því að brátt falli um 25% af flatarmáli Íslands undir þessa skilgreiningu.  Tilkoma þjóðgarða og friðlanda getur verið af hinu góða fyrir veiðar og veiðistjórnun, en með núverandi áherslum stjórnvalda er ekki annað að sjá að þau ætli sér að takmarka verulega ferðafrelsi á hálendinu og einnig takamarka veiðar án tillits til faglegrar veiðistjórnunar.  Þetta hefur gert það að verkum að Skotvís hefur þurft að setja mikla vinnu í að berjast á móti þessarri neikvæðu hlið á "þjóðgarða- og friðlandavæðingunni".

Skoðið einnig tímalínurnar Skotvís og landréttarmál og Skotvís og fagleg veiðistjórnun.

Tags: hefur, verið, skotvís, einnig, veiðar, þjóðgarða, undir, núverandi, þetta, hinu, verulega, ferðafrelsi, góða, getur, hálendinu
You are here: Home Félagið Söguyfirlit Þjóðgarðar, friðlönd og veiðar