Úthlutun Þróunarsjóðs 2013

Stjórn þróunarsjóðs Skotvís og Skotreynar var að ljúka sinni fyrstu úthlutun og lauk þar með fyrsta starfsári sínu. Auðlýst var eftir umsóknum haustið 2012 og rann umsóknarfrestur út í desember. Alls bárust 5 umsóknir en einungis umsókn frá Austurneti vegna verkefnis í tengslum við vefinn www.hlunnindi.is.var samþykkt og hljóðar styrkupphæðin upp á 100.000 kr. Um leið og stjórn styrktarsjóðsins vill þakka öllum þeim sem sóttu um styrk vill stjórnin hverja alla sem hafa góðar hugmyndir er gætu stuðlað að eflingu samfélags skotveiðimanna til að sækja um á árinu 2013 þegar auglýst verður eftir umsóknum.

Hér að neðan má sjá nánari umfjöllun um verkefnið hlunnindi.is :

Vefurinn www.hlunnindi.is er í eigu Austurnets ehf á Egilsstöðum.   Fyrsta útgáfan, www.rjupa.is , var lokaverkefni nemanda í HR, sem unnið var í samstarfi við okkur hjá Austurneti og Skógrækt ríkisins.  Sá vefur var starfræktur í 2-3 ár. 

Árið 2011 var síðan hafin vinna við að endurhanna og víkka út hugmyndina þannig að ekki yrði bara um rjúpnaveiði að ræða heldur allan þann veiðiskap og hlunnindatekju sem landeigendur hefðu áhuga á að koma á framfæri og selja. 

Enn sem komið er hafa aðeins verið seld rjúpnaveiðileyfi á vefnum og hann því aðeins starfræktur í 2 mánuði á ári. Allar forsendur eru þó til staðar til að hefja sölu á öðrum hlunnindum verði áhugi fyrir því.

Styrkurinn frá Skotvís verður notaður til að þróa vefinn áfram, gera hann grafískari og safna þar inn upplýsingum um landsvæði og birta á korti eða loftmynd, þannig að veiðimenn geti auðveldlega séð hvar  og hvenær hægt er að komast  í veiði , hvaða svæði eru vernduð, hvar eru almenningar og hvar þurfi að kaupa veiðileyfi.  Nýleg ákvörðun umhverfisráðherra um aðgengi að rafrænum kortagögnum gerir þennan  kost enn fýsilegri.

Við höfum notið styrkja frá Vaxtasamningi Austurlands, Atvinnuþróunarsjóði Austurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og nú síðast Skotvís og Skotreyn og erum þeim öllum afar þakklát.  Næstu skref eru svo að halda áfram kynningarstarfi meðal landeigenda, söfnun upplýsinga auk þess að útfæra og forrita þær viðbætur sem enn eru á teikniborðinu.

Tags: vefinn, hafa, skotvís, þannig, úthlutun, verður, hvar, öllum, eftir, fyrsta, austurlands, vill
You are here: Home