Umsögn ráðgjafanefndar - Úthlutun 2013 (A flokkur)

Umsagnir og tillögur ráðgjafanefndar um úthlutun styrkja Veiðikortasjóði af tekjum sjóðsins árið 2012

Ráðgjafanefnd um veiðikortasjóð hefur farið yfir umsóknir í sjóðinn fyrir árið 2012. Nefndina skipa Bjarni Pálsson formaður nefndarinnar, Steinar Rafn Beck báðir tilnefndir af Umhverfisstofnun, Droplaug Ólafsdóttir tilnefnd af frjálsum félagasamtökum, Sigríður Ingvarsdóttir tilnefnd af Skotvís og Snorri H. Jóhannesson tilnefndur af Bændasamtökum fslands.

Ráðgjafanefndin hafði til hliðsjónar ákvæði laga nr. 64/1994 og reglugerðir settar á grunvelli þeirra, einkum reglugerð nr. 291/1995 um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna, ásamt verklagsreglum um veiðikortasjóð frá 1. nóvember 2010. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn þar sem sótt var um samtals 48,1 milljón.

Þar sem sjóðurinn hefur tiltölulega litla fjármuni úr að spila er nauðsynlegt að mörkuð verði stefna hvað varðar stór langtíma verkefni. Þessum verkefnum hættir til að stækka eftir því sem árin líða og rannsakendur vilja taka inn fleiri þætti. Ekki er efast um gildi þessara vaktana en nefndin setur spurningu við hvort eðlilegt sé að stór hluti af rástöfunarfé sjóðsins sé bundin í sífelluverkefni meðþessum hætti. Þessar vaktanir taka nú orðið stóran hluta af sjóðnum þannig að minna svigrúm er eftir til að styrkja aðrar rannsóknir. Ef sjóðurinn á að halda áfram að styrkja þessi verkefni er brýnt að farið verið ofan í saumana áþeim og skoðað hvort ástæða sé til að endurskoða umfang þeirra. Í framhaldi þarf að marka stefnu um aðkomu sjóðsins að fjármögnun þessara og annarra sambærilegra vöktunarverkefna. Hugsanlega ætti sjóðurinn að setja reglur um hámark styrkja til einstakra verkefna en upphæðir nokkurra verkefna voru skornar niður þannig að hægt væri að styrkja fleiri góð verkefni en ella hefði verið hægt.

Við mat á umsóknum fyrir árið 2012 skipti ráðgjafanefndin umsóknunum upp í þrjá forgangsfokka: A, B og C. í A flokki eru umsóknir sem nefndin mælir með að settar verði í forgang til styrkveitinga. Verkefni í B flokki eru verkefni sem nefndin telur hæf til styrks en fari aftar í forgangsröð en A verkefni. Umsóknir í C flokki telur nefndin ófullnægjandi og mælir ekki með. Við mat á umsóknum var horft til hversu raunhæfar verk- og kostnaðaráætlunar eru og hvort framvindu eða lokaskýrslum í tengslum við fyrri styrkveitingar hafi verið skilað til sjóðsins. Ráðgjafanefndin mælir með að alls verði veittir styrkir upp á 25.934.000 kr af tekjum sjóðsins 2012.

Umsagnir um umsóknir og tillögur ráðgjafanefndarinnar um úthlutun styrkja úr Veiðikortasjóði árið 2013 af tekjum sjóðsins árið 2012 eru hjálagðar.

Fyrir hönd ráðgjafanefndar um veiðikortasjóð

Bjarni Pálsson / dags

 

A flokkur umsókna

Rannsóknir á lunda 2013


Náttúrustofa Suðurlands - Erpur S. Hansen                
Sótt er um 3.350.000 kr


Rökstuðningur – Styrkur: 3.350.000 kr

Umsóknin íár er beint framhald af umsóknum síðustu ára. Ráðgjafanefndin mælir meðþessari rannsókn en kallar eftir að grein verði gerð fyrir árangri miðað viðþau markmið sem sett hafa verið fram íþessum rannsóknum í umsóknum undanfarinnar ára í lokaskýrslu í lok ársins. Sérstaklega er mikilvægt að gerð verði grein fyrir smíði stofnlíkans sem verið hefur eitt af aðalmarkmiðum þessara rannsókna í nokkur ár. Nefndin telur aðáfram sé nauðsynlegt að fylgjast grannt með lundanum þar eð nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Ráðgjafanefndin telur nauðsynlegt að sem skýrust mynd fáist af ástandi lundastofnsins umhverfis landið og hvort einhverjar breytingar séu áöðrum lundabyggðum en Vestmannaeyjum.

Helstu kostir: Rannsókn á stofni sem á í vök að verjast og óvissa ríkir um framtíð hans.

 

Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á íslandi

Náttúrufræðistofnun íslands - Ute Stenkewitz
Sótt er um 1.100.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 1.100.000 kr

Framhaldsverkefni sem er mjög áhugavert þar sem rannsaka á samhengi sníkjudýra og líkamsástands við stofnsbreytingar hjáíslenskum rjúpum. Markmið verkefnisins er skýrt ásamt því að verkþættir og umfang er vel skilgreint. Þetta er doktorsverkefni og einungis er sótt um hluta verkefnisins sem mótframlag við Rannís styrk. Ráðgjafanefndin telur aðþetta verkefni eigi að hljóta styrk þar sem það skilar nýliðun í rannsóknarsamfélagið og tekur á vandamálum sem vert er að skoða.

Helstu kostir: Doktorsnám (nýliðun í rannsóknum), rannsókn unnin af kvenmanni en konur hafa veriðí miklum minnihluta styrkþega sjóðsins.

 

Vöktun áungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, meðaldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa

VERKÍS - Arnór Þ. Sigfússon                                          
Sótt er um 2.403.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 2.000.000 kr

Unnið hefur verið að verkefninu með hléum síðan 1993 og því myndast góður gagnagrunnur um efnið. Vegna tengingar við athuganir á Bretlandseyjum er mikilvægt að halda þessu verkefni áfram með einum eða öðrum hætti. Verkefnið er áhugavert og kostur að veiðimenn eru virkjaðir í verkið og niðurstöður má hugsanlega nota við stjórnun veiða. Þrátt fyrir þessa góðu kosti þá setur ráðgjafanefndin spurningu við hvort þörf séáárlegri gagnasöfnun og hversu lengi sjóðurinn eigi að styrkja slíka vöktun. Í umsókninni eru afurðir verkefnisins m.a. taldar endurbættar rannsóknar- og vöktunaraðferðir og bætt stofnlíkön. Ekki er hægt að sjá af verkefnisáætlun að slíkar afurðir verði tilbúnar á verkefnistíma. Ef áframhald verður á verkefninu væri æskilegt að niðurstöður síðustu 20 ára verði teknar saman meðþennan ávinning og afurðir í huga.

Helstu kostir: Mikilvæg vöktun, vel skilgreint verkefni, vel staðið að miðlun niðurstaðna.

 

Rjúpnarannsóknir 2013 - Náttúrufræðistofnun íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands - Jón G. Ottósson          
Sótt er um 11.294.000 kr.

Rökstuðningur – Styrkur: 7.503.000 kr

Vöktunarrannsóknir á rjúpnastofninum eru grunnur mats Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nýtist þannig við veiðistjórnun. Ráðgjafanefndin var sammála um að veita þessu verkefni styrk en líkt og með aðrar langtímavaktanir þá er spurning um hve sjóðurinn á að styrkja slík verkefni lengi. Ráðgjafanefndin skar upphæðþessa verkefnis niður sem nemur þeim upphæðum sem sótt var um vegna rannsókna á holdarfari, merkinga og afrán fálka. Ástæður þess eru að sótt er um rannsóknir á holdarfari rjúpu í öðru verkefni sem nefndin mælir með að verði styrkt, merkingar taldi ráðgjafanefndin að sjóðurinn ætti ekki að styrkja og að afrán fálka ætti að vera í aðskilið verkefni. Takmarkað fjármagn er í sjóðnum og ekki hægt að réttlæta að helmingur úthlutaðs fjármagns fari í rannsóknir á einni tegund.

Helstu kostir: Mikilvæg vöktun, vel skilgreint verkefni, vel staðið að miðlun niðurstaðna.

 

Fækkun íslenskra sjófugla: talning í stærstu fuglabjörgum landsins 2013

Háskóli íslands - Arnþór Garðarsson                           
Sótt er um 3.000.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 3.000.000 kr

Mjög þarfar rannsóknir þar sem miklar breytingar eru að eiga sér stað hjá flestum stofnum sjófugla. Vel skilgreind markmið og afurðir. Líklegt að verkefnið skili árangri og niðurstöðum verði miðlaðá viðeigandi hátt. Rannsóknin miðar aðþví að kanna stofnstærðir svartfuglategunda viðísland en ekki aðþví aðútskýra ástæður þeirrar fækkunar sem á sér stað

Helstu kostir: Áframhaldandi rannsóknir á stofnstærðabreytingum svarfuglastofna sem hafa minnkað verulega undanfarin ár.

 

Sphingógerlar úr íslenskum fléttum og hreindýrum

Háskólinn á Akureyri - Oddur Vilhelmsson                
Sótt er um 2.968.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 1.523.000 kr

Verkefnið er áhugavert og hægt væri styrkja verkefnið til eins árs. Rannsóknir á fæðu annara tegunda hafa verið styrktar af sjóðnum og hugsanlegt er að skoða hvaða áhrif bakteríur í sambýli við fléttur hafa áíslenska hreindýrastofninn. Vel skipulagt verkefni og áætlun sem ætti að nást að framkvæma. Ráðgjafanefndin telur mikilvægt aðþetta verkefni hljóti styrk þar sem það skilar nýliðun í rannsóknarsamfélagið.

Helstu kostir: Áður órannsakað efni og verkefni sem nemendur taka þátt íá M.Sc og B.Sc grunni.

 

Vetrartalning íslenskra hreindýrastofnsins

Náttúrustofa Austurlands - Skarphéðinn G. Þórisson 
Sótt er um 2.000.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 2.000.000 kr

Áhugavert verkefni og vel uppsett rannsókn sem líklegt er að skili árangri. Markmið og afurðir vel skilgreind. Niðurstöður munu nýtast beint við veiðistjórnun. Vetrartalningar hafa ekki verið framkvæmdar frá því árið 2005. Einn eftirsóttasta veiðibráðin sem vert er að fylgjast náið með.

Helstu kostir: Tímabært að kanna stofninn yfir vetrartímann

 

Gerð fræðsluefnis um meðferð villibráðar

Matís ohf. - Magnús Gíslason                            
Sótt er um 968.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 968.000 kr

Spurning um hvort verkefnið fellur að markmiðum sjóðsins. Annars er áætlunin greinargóð og markmið skýr. Afurðir mættu þó vera betur skilgreindar. Meðhöndlun og úrvinnsla á villibráð er stór hluti af nýtingu villibráðar, þetta er nokkuð afmarkað verkefni sem líklegt er að taki enda. Nauðsynleg fræðsla til allra veiðimanna sem væntingar eru um að skili sér í betri nýtingu veiðibráðar og þar með hófsamari veiði.

Helstu kostir: Tímabært að miðla slíkri fræðslu til allra sem meðhöndla villibráð.

 

Stofnlíkan fyrir rjúpu

Háskóli íslands - Gunnar Stefánsson                          
Sótt er um 2.240.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 2.240.000 kr

Góð áætlun. Þróun líkans með aðferðum sem hafa verið í mikilli þróun undanfarið. Hins vegar hefði mátt tengja umsóknina við nýlega rannsókn á stofnsveiflum og heilsufari rjúpunnar sem umsækjendur voru þátttakendur í. Enn fremur mætti kanna fleiri áhrifaþætti en afræningja og veiðar, svo sem veður sem einfalt væri að skoða þar sem áratuga upplýsingar um veðurfar eru tiltæk.

Helstu kostir: Bætt stofnlíkan fyrir rjúpu sem hugsanlega skýrir stofnsveiflu.

 

Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða

Háskóli íslands - Helgi Guðjónsson                            
Sótt er um 2.250.000 kr

Rökstuðningur – Styrkur: 2.250.000 kr

Rök fyrir því eru að gæsastofninn er mikið veiddur og því rétt að vakta hann vel. Að mati ráðgjafanefndarinnar er þetta vel framsett áætlun og vel skipulagt verkefni sem stuðlar að aukinni þekkingu á stofnvistfræði grágæsa. Niðurstöður verkefnisins geta í framtíðinni nýst við að forgangsraða svæðum sem talin eru mikilvæg fyrir varp. Verkefnið hefur áður verið styrkt undir örðu nafni árið 2010 og 2011 og fylgir umsókninni áfangaskýrsla sem fjallar um niðurstöður þeirra verkefna.

Helstu kostir: Varpvistfræði gæsa nánast óþekkt hérlendis.

Tags: þar, hafa, verið, helstu, verði, sótt, rökstuðningur, kostir, ráðgjafanefndin, árið, verkefni
You are here: Home