Umsögn ráðgjafanefndar - Úthlutun 2012 (A flokkur)

Tillögur ráðgjafanefndar um úthlutun tekna ársins 2011 úr Veiðikortasjóði

Ráðgjafanefnd um veiðikortasjóð hefur farið yfir umsóknir í sjóðinn fyrir árið 2012. Ráðgjafanefndin hafði til hliðsjónar ákvæði laga nr. 64/1994 og reglugerðir settar á grundvelli þeirra, einkum reglugerð nr. 291/1995 um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna, ásamt verklagsreglum um veiðikortasjóð frá 1. nóvember 2010.

Þar sem sjóðurinn hefur tiltölulega litla fjármuni úr að spila er nauðsynlegt að mörkuð verði stefna hvað varðar stór langtíma verkefni. Þessum verkefnum hættir til að stækka eftir því sem árin líða og rannsakendur vilja taka inn fleiri þætti. Þar má nefna rjúpnavöktun Náttúrufræðistofnunar Íslands og vöktun Páls Hersteinssonar frá HÍ á ref. Ekki er efast um gildi þessara vaktana en nefndin setur spurningu við hvort eðlilegt sé að stór hluti af rástöfunarfé sjóðsins sé bundin í sífelluverkefni með þessum hætti. Þessar vaktanir taka nú orðið stóran hluta af sjóðnum þannig að minna svigrúm er eftir til að styrkja aðrar rannsóknir. Ef sjóðurinn á að halda áfram að styrkja þessi verkefni er brýnt að farið verið ofan í saumana á þeim og skoðað hvort ástæða sé til að endurskoða umfang þeirra. í framhaldi þarf að marka stefnu um aðkomu sjóðsins að fjármögnun þessara og annarra sambærilegra vöktunarverkefna. Einnig er brýnt að sjóðurinn móti skýrari verklagsreglur um styrkveitingar og viðmið við mat á umsóknum. Sjóðurinn þarf að setja reglur um launataxta t.d. með því að miða við taxta Rannís og nauðsynlegt er að tilgreina nánar hvaða kostnaðarliðir eru styrkhæfir. Hugsanlega ætti sjóðurinn að setja reglur um hámark styrkja til einstakra verkefna.

Við mat á umsóknum fyrir árið 2011 skipti ráðgjafanefndin umsóknunum upp í þrjá forgangsfokka: A, B og C (yfirlit yfir styrkumsóknir, flokka og upphæði í fylgiskjali 1). í A flokki eru umsóknir sem nefndin mælir með að settar verði í forgang til styrkveitinga. Verkefni í B flokki eru verkefni sem nefndin telur hæf til styrks en fari aftar í forgangsröð en A verkefni. Umsóknir í C flokki telur nefndin ófullnægjandi og mælir ekki með. Við mat á umsóknum var horft til hversu raunhæfar verk- og kostnaðaráætlunar eru og hvort framvindu eða lokaskýrslum í tengslum við fyrri styrkveitingar hafi verið skilað til sjóðsins.

Tillögur ráðgjafanefndarinnar um úthlutun úr Veiðikortasjóði árið 2012 af tekjum sjóðsins árið 2011 eru hjálagðar.

Bjarni Pálsson                                                                   Droplaug Ólafsdóttir

Jóhannes Sigfusson                                                         Margrét Pétursdóttir

Steinar Rafn BeckFarhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla
Náttúrustofa Norðausturlands - Þorkell L. Þórarinsson       
Sótt er um 3.100.000 kr.

Rökstuðningur:
Verkefnið er mjög áhugavert þar sem staða þekkingar er lítil og því nýnæmi þess mikið. Líkt og lýst er umsókninni er mjög lítið eða ekkert vitað um vetrarstöðvar þessara fugla. í ljósi mikilla breytinga á stærð viðkomandi stofna er verkefnið mjög þarft. Lýsing á verkefninu er góð, markmiðin eru skýr og kostnaðaráætlun vel skilgreind.

Hugsanlega er einhver áhætta fólgin notkun staðsetningabúnaðar sem byggir á ljósmælingum ef fuglinn heldur til mjög norðanlega. Enn fremur er notkun merkjanna háð endurheimtum og því háð því að fuglinn sæki aftur á merkingarstað að ári. Sótt er um styrk til fyrri hluta verkefnisins. Mælt er með að gerð verði krafa um framvinduskýrslu í lok ársins til að geta greitt upp þennan hluta verkefnis og að það verði forsenda fyrir úthlutun fyrir síðari hluta verkefnisins á næsta ári til að klára verkefnið.

Helstu kostir: Nýnæmi, mikil óvissa um ástand viðkomandi stofna, skilmerkileg og vel rökstudd kostnaðar- og verkáætlun.


Rannsóknir á lunda 2012
Náttúrustofa Suðurlands - Erpur S. Hansen            
Sótt er um 3.197.000 kr.

Rökstuðningur:
Að mati ráðgjafanefndarinnar er nauðsynlegt að fylgjast grannt með lundanum þar eð nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Ráðgjafanefndin telur nauðsynlegt að sem skírust mynd fáist af ástandi lundastofnsins umhverfis landið og hvort einhverjar breytingar séu á öðrum lundabyggðum en Vestmannaeyjum. Nú sem aldrei fyrr eru þessar rannsóknir nauðsynlegar og þessi umsókn hefur einnig tengingu við aðra umsókn „Farhætti og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla". Lokaskýrsla vegna umsóknar fyrir árið 2010 fylgir umsókn. Ekki hefur allt verið framkvæmt sem styrkt var í síðustu úthlutun. Ekki tókst að Ijúka flugtalningu í fyrra og sótt er um styrk til þess á ný í núverandi umsókn.

Verkefnið er í raun margra ára rannsókn sem sett hefur verið fram sem eins árs rannsókn í umsóknum nokkur undanfarin ár. Umsóknin í ár er því beint framhald af umsóknum síðustu ára. Ráðgjafanefndin mælir með þessari rannsókn en kallar eftir að grein verði gerð fyrir árangur miðað við þau markmið sem sett hafa verið fram í þessum rannsóknum í umsóknum undanfarinnar ára í lokaskýrslu í lok ársins. Sérstaklega er mikilvægt að gerð verði grein fyrir smíði stofnlíkans sem verið hefur eitt af aðalmarkmiðum þessara rannsókna í nokkur ár.

Helstu kostir: Mikil óvissa um ástand viðkomandi stofns.


Vöktun íslenska refastofnsins
Melrakkasetur íslands - Ester R. Unnsteinsdóttir                 
Sótt er um 5.024.240 kr.

Rökstuðningur:
Mikilvægt er að vöktun á ref verði haldið áfram og mikilvægt að nýjum aðila í þessum rannsóknum verði gert kleift að taka við áratugalangri vöktun Páls Hersteinssonar.

Að mestu óbreytt umsókn frá fyrra ári. Bætt hefur verið við stuttu sögulegu yfirliti um vöktunina og kostnaðaráætlun gerir nú ráð fyrir auknum launakostnaði vegna flutnings verkefnisins frá Háskóla íslands,

Helstu kostir: Mikilvægt að viðhalda vöktun á ref, nýliðun vísindamanna í rannsóknum, rannsókn unnin af kvenmanni en konur hafa verið í miklum minnihluta styrkþega sjóðsins.


Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi
Náttúrufræðistofnun íslands - Ute Stenkewitz                     

Sótt er um 1.597.772 kr. (Styrkur 1.097.000 kr.)

Rökstuðningur:                                                                   
Mjög áhugavert doktorsverkefni þar sem rannsaka á samhengi sníkjudýra og líkamsástands við stofnsbreytingar hjá íslenskum rjúpum. Markmið verkefnisins er skýrt ásamt því að verkþættir og umfang er vel skilgreint. Þetta er doktorsverkefni og einungis er sótt um hluta verkefnisins sem mótframlag við Rannís styrk.

Ráðgjafanefndin telur að þetta verkefni eigi að hljóta styrk þar sem það skilar nýliðun í rannsóknarsamfélagið og tekur á vandamálum sem vert er að skoða. Nefndin leggur til að styrkurinn verði skorinn niður um sem nemur kotnaði við ráðstefnuför, 500.000 kr, enda ekki hlutverka sjóðsins að styrkja slíkt.

Helstu kostir: Doktorsnám (nýliðun í rannsóknum), rannsókn unnin af kvenmanni en konur hafa verið í miklum minnihluta styrkþega sjóðsins.


Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiðí og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa
VERKÍS - Arnór Þ. Sigfússon                                            
Sótt er um 2.224.000 kr.

Rökstuðningur:
Verkefhi þetta hefur verið í gangi síðan 1993 og því skapast góður gagnagrunnur um efhið. Ráðgjafanefndin telur afar óheppilegt ef þessar rannsóknir leggjast af eða að rof verði á mælingum. Árið 2006 var afturkölluð undanþága á friðun blesgæsar vegna mikillar fækkunar í stofhinum og því mikilvægt að meta hvort stofhinn taki við sér í kjölfar friðunnar. Vegna tengingar við athuganir á Bretlandseyjum er mikilvægt að halda þessu verkefni áfram. Sá hluti verkefhisins sem lýtur að því að bera saman hlutfóll í veiði miðað við hlutföll mæld í stofhi er mjög áhugaverður vegna tengingar við talningar á vetrarstöðvum í Bretlandi. Verkefnið er mjög áhugavert og mikill kostur við það er að veiðimenn eru virkjaðir í verkið og hugsanlega má nota niðurstöður við gerð stofhlíkana.

Niðurstöðum hefur verið skilmerkilega miðlað til sjóðsins og hagsmunaaðila.

Helstu kostir: Mikilvæg vöktun, vel skilgreint verkefhi, vel staðið að miðlun niðurstaðna.


Rjúpnarannsóknir 2012 - Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun íslands - Jón G. Ottósson                   
Sótt er um 10.100.000 kr.

Rökstuðningur:
Verkefhið miðar að því að efla vöktun rjúpnastofhsins og er þetta síðasti hluti af fimm ára áætlun (2008-2012) sem kynnt var í desember 2007. Vöktunarrannsóknir á rjúpnastofhinum eru grunnur mats Náttúrufræðistofhunar íslands á veiðiþoli rjúpnastofhsins og nýtist þannig við veiðistjórnun. Ráðgjafanefhdin var sammála um að veita þessu verkefhi styrk.

Helstu kostir: Mikilvæg vöktun, vel skilgreint verkefni, vel staðið að miðlun niðurstaðna.


Gæsabeitarálag á bújörðum
Halldór W. Stefánsson                                                       
Sótt er um 1.500.000 kr.

Rökstuðningur:
Markmiðið gott og rannsóknaspurningarnar góðar. Verkefnið er mjög áhugavert og tekur á málefhi sem lengi hefur verið deilt um hér á landi með því að varpa ljósi á samhengi uppskeru, áburðar og aukinnar eða stöðugrar gæsabeitar á ákveðnum svæðum. Hins vegar vantar að gera betur grein fyrir hvernig stefnt sé að því að ná markmiðunum og svara þeim spurningum sem varpað er fram. Verkefnið einsog það er sett fram í umsókninni gæti því verið góð forrannsókn fyrir ýtarlegri rannsókn.

Umsækjandi hefur viðamikla þekkingu á gæsum og álagssvæðum á Austurlandi sem er forsenda fyrir framkvæmd þessa verkefnis. Það hefði hins vegar styrkt verkefnið ef breiðari hópur fræðimanna hefði staðið að því t.d plöntuvistfræðingar, búfræðingar, tölfræðingar. Mikilvægt er að verkefni sem þessi hafi sterkt bakland og því hefði mátt tryggja aðstöðu og faglega breidd með beinni aðkomu Náttúrustofu austurlands og hugsanlega með samstarfi við aðra aðila. Mælt er með að skilyrði fyrir styrkveitingu verði bein aðkoma Náttúrustofu Austurlands.

Helstu kostir: Mikilvæg grunnrannsókn sem gefur sýn á meint vandamál af völdum gæsa.


Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu
Háskóli íslands (og fleiri) - Amþór Garðarsson                    
Sótt er um 6.980.000 kr (Styrkur 2.980.000 kr)

Rökstuðningur:                                                                   
Verkefnið er rökrétt framhald af rannsóknum á sumarfæðu sömu tegunda hér við land. Samhliða könnun á magainnihaldi fugla verður safnað sýnum vegna annarra athugana s.s. vegna erfðaþátta, líkamsástands, fitusýra, þungmálmamengunar og sníkjudýra. Þörf rannsókn sem gæti gefið ákveðnar vísbendingar um hvort sumarfæða eða vetrarfæða (skortur á öðru hvoru eða báðum) er að valda fækkun hjá þessum stofnum. Þetta verkefni virðist vera fyrsti hluti af lengra verkefni en verklok eru óljós, hugsanlega 2014 eða síðar. Svo virðist sem kostnaðaráætlun taki til alls verkefnisins en sundurliðuð tímaáætlun, sem tilgreinir hvernig verkþættir og kostnaður dreifast á mismunandi ár, vantar.

Náttúrufræðístofnun íslands má ein veiða friðaða fugla í rannsóknarskyni því er ljóst að umsækjendur koma til með þurfa sérstaka heimild Umhverfisráðuneytis til að safna sýnum ef svartfuglar verða friðaðir næstu 5 árin. Ráðgjafanefndin leggur ti! að fyrsti hluti verkefnisins verði styrktur (t.d. 2.980.000 kr af 6.980.000kr). Áframhaldandi styrkveiting yrði síðan háð því að gerð verði skilmerkilega grein fyrir framvindu verkefnisins fyrir næstu úthlutun og að því tilskyldu að sjóðurinn hafi yfir nægjanlegu fjármagni að ráða til framhaldsstyrks.

Helstu kostir: Vetrarfæða þessara tegunda nánast óþekkt, getur hugsanlega varpað ljósi á orsakir hnignunar þessara fugla.

Tags: mjög, hefur, íslands, verið, mikilvægt, helstu, verði, vegna, vöktun, sótt, verkefnið, rökstuðningur, kostir, ráðgjafanefndin, verkefni
You are here: Home