Villibráðarhlaðborð með Úlfari Finnbjörnssyni

ulfar villti kokkurinn

Villibráðadagar með Úlfari Finnbjörnssyni verða á Grand Hótel Reykjavík dagana 5. - 6. október, 2012.
Úlfar Finnbjörnsson er rétt nefndur villti kokkurinn og hann er snillingur í að útbúa kræsingar úr villibráðinni.

http://www.grand.is/Islenska/Villibradahladbord-2012---Sertilbod/

Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari, mun skreyta hlaðborðið með ómótstæðilegum villibráðaréttum á einstakri villibráðarhelgi dagana 5. - 6. október á Grand Hótel Reykjavík þar sem hann mun töfra fram veislurétti úr íslenskri og erlendri villibráð. Endanlegur matseðill mun liggja fyrir þegar nær dregur en á hlaðborðinu munu vera kaldir og heitir réttir eins og til dæmis gæs, önd, rjúpa, hreindýr, hrefna svo fátt eitt sé nefnt ásamt heitu og köldu meðlæti.

Kvöldið hefst á fordrykk en einnig verða í boði sérvalin vín af Dominique Plédel Jónsson vínsérfræðingi, ásamt úrvali af gæðaostum, sem ostasérfræðingar frá Búrinu hafa sérvalið. Sértilboð til félagsmanna Skotvís, gegn framvísun félagsskírteinis Við viljum bjóða sértilboð á Villibráðahlaðborðið 5. og 6. október. Tilboðið stendur aðeins til 15. september 2012.

Sértilboð 8.800 krónur á mann
Almennt verð er 9.800 krónur

Tekið er við borðapöntunum í síma 514-8000 og á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Það er vissara að tryggja sér borð í tíma því sætaframboð er takmarkað.

Tags: sértilboð, finnbjörnssyni, úlfari, krónur, hótel, grand, dagana, gæðaostum, úrvali, jónsson, félagsmanna, reykjavík, ásamt, verða
You are here: Home