Tilboð til félagsmanna Skotvís og Skotreynar

 

HREINDÝRASKYTTUR 

Hreindýraskyttur heitir ný bók eftir Guðna Einarsson, blaðmann og skotveiðimann, sem er væntanleg í haust. Þar segja tíu karlar og konur, sportveiðimenn og leiðsögumenn hreindýraveiðimanna, frá ævintýrum sínum á hreindýraveiðum á Íslandi og í Grænlandi. Þau lýsa eltingaleiknum við hreindýrin, veiðunum, tilfinningunum sem fylgja því að fella þessi glæsilegu dýr - og ekki síst því sem gerir hreindýraveiðar eftirsóknarverðar. Bókin er prýdd kortum og fjölda mynda.

Sumir viðmælenda Guðna hófu hreindýraveiðar fyrir miðja 20. öld þegar hreindýrastofninn var að rétta úr kútnum eftir langvarandi lægð. Hreindýraveiðar voru bannaðar að mestu fyrstu fjóra áratugi síðustu aldar. Takmarkaðar tarfaveiðar hófust upp úr 1940 og var farið að úthluta veiðileyfum til sveitarfélaga 1954. Sagt er frá því þegar hreindýr voru veidd til að draga björg í bú á árum áður án þess að fólk gerði sér rellu vegna veiðileyfa. Einnig er rætt við yngri veiðimenn sem hófu hreindýraveiðar á 21. öld og segja frá reynslu sinni. Sérstakur kafli er um sögu hreindýraveiða og fyrirkomulag þeirra allt frá því að öllum veiðileyfum var úthlutað til sveitarfélaga og þar að öll veiðileyfin voru seld sportveiðimönnum. Leiðsögumaður hreindýraveiðimanna gefur einnig góð ráð um undirbúning hreindýraveiða og útbúnað til þeirra. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Þróunarsjóður Skotveiðifélags Íslands og Skotreynar styrkti útgáfu hennar.

Ákveðið hefur verið að bjóða félagsmönnum í Skotveiðifélagi Íslands og Skotreyn að kaupa bókina á 3.980 krónur eintakið, sem er verulegur afsláttur frá almennu verði (5.680 krónur). Um er að ræða takmarkað magn bóka á þessu tilboði. Þeim sem áhuga hafa á að nýta sér tilboðið er bent á að panta bókina sem fyrst hjá Bókaútgáfunni Hólum ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) eða í síma 692 8508 eftir klukkan 15.00 á daginn.

Tags: bókina, voru, þar, tilboð, einnig, skotreynar, segja, eftir, gefur, hreindýraveiða, hreindýraveiðar
You are here: Home