Skotveiði í máli og myndum

skot-fors-2009.jpgSkotveiði í máli og myndum er bland í poka. Þar segja nokkrir úr hópi snjöllustu skotveiðimanna landsins frá eftirminnilegum atvikum og segja veiðisögur í fremstu röð. Má nefna, auk fleiri, kappa á borð við Ásgeir Heiðar, Einar Pál Garðarsson og Snorra Jóhannesson á Augastöðum. Þá eru þarna greinar eftir nokkra skotkappa sem við fundum til og óskuðum eftir leyfi til að birta.

Félagar Skotvís munu geta fengið bókina á sérstöku tilboðsverði. 4.900 krónur, en viðmiðunarverð bókarinnar út úr búð er 6.890 krónur. Þurfa félagsmenn að sækja bækur sínar í prentsmiðjuna Litróf sem er til húsa í Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík. Þar er opið frá klukkan 9 til 18.

Skotveiði í máli og myndum

Fyrir þá sem til þekkja, þá er uppbygging og brot bókarinnar eins og í bókum Litrófs um Langá og Laxá í Kjós 2008 og 2007.

Má þar nefna Vilhjálm Lúðvíksson sem skrifar einstakt „tribute“ til Stefáns heitins Jónssonar sem segja má að hafi verið að öðrum ólöstuðum fremsti rithöfundur veiðimanna ásamt Birni J. Blöndal. Þarna eru einnig greinar eftir Pál Þór Leifsson, Sigurð Bjarnason og Jón Hjartarson og birt er úr mögnuðum veiðidagbókum Axels Kristjánssonar hreindýraskyttu sem er nú kominn á níræðisaldur en er enn að. Eru lýsingar hans mikill aldaspegill á breytta tíma. Þá er þarna enn fremur ýmiss konar samtíningur, frásagnir af lífsseiglu, greind veiðidýra og auk þess fundum við til skotveiðilýsingu bresks hershöfðingja sem dvaldist í Ensku húsunum við Langá á Mýrum haustið 1912 og snöruðum henni yfir á íslensku.

Þá getum við greint frá því, að félagar í Skotvís og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur munu geta fengið bókina á sérstöku tilboðsverði. 4.900 krónur, en viðmiðunarverð bókarinnar út úr búð er 6.890 krónur, þannig að vel er slegið af.

Tags: bókina, þar, krónur, skotvís, máli, segja, eftir, skotveiði, myndum, viðmiðunarverð, 4.900, bókarinnar, búð, tilboðsverði
You are here: Home