Kynningartilboð á vacuumpökkunarvélum frá Esjugrund í takmarkaðan tíma (20. júlí)

image007

Undanfarin misseri hefur það færst í vöxt að fólk versli vacuumpökkunarvélar fyrir heimili sín enda ekki langt síðan þær vélar urðu það ódýrar að það var á hvers manns færi að eignast þær. Vacuumpökkunarvélar geta verið til margra hluta nytsamlegar og nýtast í margt fleira en að pakka villibráð í lofttæmdar umbúðir.

Matreiðslumenn þekkja einna best hversu mikils virði er að eiga góða vacuumpökkunarvél. Geymsluþol matvæla verður allt að 6 sinnum lengra í lofttæmdum umbúðum og engin hætta er á frostskemmdum. Þar að auki er ekki hætta á að lykt eða bragð smitist milli matvæla séu þau vacuum pökkuð, s.s. af reyktu kjöti eða fisk, signum eða kæstum mat o.s.frv. Eins geymast kryddjurtir, salat o.þ.h. mun lengur sé því vacuumpakkað eftir notkun.

Þegar haldið er til veiða eða í ferðalag með fjölskyldunni má t.d. smyrja nesti fyrir ferðina og vacuumpakka. Þannig helst nestið ferskt í langan tíma og engin hætta á að nestið sé komið út um allan bakpokann eða um allan bíl. Auðvelt er að ákveða pakkastærðir t.d. hvort ein samloka er í hverjum pakka eða fleiri. Eins er sniðugt að leggja kjöt í marineringu og vacuumpakka því svo. Þá er steikin tilbúin á grillið þegar komið er á tjaldsvæði, upp í bústað eða hvert svo sem fólk er að fara.

En vacuumpökkunarvélar eru ekki eingöngu nytsamlegar til að pakka matvælum. Til dæmis er algengt að útivistarfólk vacuumpakki auka fatnaði og hefur þannig ætíð þurr föt til skiptana svo ekki sé minnst á hversu margfalt minna fer fyrir fatnaðinum vacuumpökkuðum. Jeppamenn eru margir hverjir með ullarteppi í farartækjum sínum, það fer margfalt minna fyrir þeim vacuumpökkuðum auk þess sem ekki komast óhreinindi eða sýklar í teppin. Kajakræðarar og fólk sem er á opnum bátum veit nauðsyn þess að ganga vel frá öllum búnaði í upphafi ferðar svo hann blotni ekki eða í hann komist óhreinindi því hlutir eru fljótir að ryðga og skemmast ef sjór kemst í þá. Eins hafa smábátasjómenn vacuumpakkað bæði síum og verkfærum í sama tilgangi.

Það getur skipt sköpum á neyðarstundu að vera með þurr föt til skiptana. Sama má segja um neyðarbúnað eins og neyðarblys, sjúkrabúnað o.þ.h.

Í raun má segja að það eina sem takmarkar hverju megi vacuumpakka er hugarflugið. Hverjir kannast t.d. ekki við það hversu fljótt skot ryðga í regnblautum jakkavasa? Lausnin á þeim vanda er að vacuumpakka 2-3 skotum í einu og þarf því ekki að opna nema kannski eina pakkningu sé verið að eltast við særða fugla. Að ekki sé talað um hversu gott getur verið að vera með þurra vettlinga og húfu til skiptana í morgunfluginu.

Esjugrund ehf hefur flutt inn vacuum pökkunarvélar og fylgihluti frá ítalska framleiðandanum Orved í á 7. ár. Vélarnar frá Orved hafa reynst einstaklega vel, þær hafa lága bilanatíðni eins og mörg hundruð ánægðra viðskiptavina geta vitnað um. Helstu viðskiptavinir Esjugrundar ehf eru skotveiðimenn, bændur, matreiðslumenn, verslanir, mötuneyti og svo auðvitað venjuleg heimili, lítil og stór. Það geta allir fundið vél sem hentar þeirra þörfum.

Eins og fram hefur komið þá er notagildi vacuum pökkunarvéla mikið, til pökkunar á matvælum, fatnaði, nesti, neyðarbúnaði o.s.frv. Einnig má minnast á að Esjugrund ehf selur einnig fjölnota poka fyrir fatnað ofl. sem geyma á í lengri eða skemmri tíma, s.s. auka sængur, sængurver, gardínur og svo mætti lengi telja. Þá er hægt að lofttæma sama pokann aftur og aftur með þar til gerðum stút sem fylgir flestum gerðum vacuum pökkunarvélanna frá Orved. Einnig eru fáanleg fjölnota lofttæmanleg box í ýmsum stærðum og gerðum sem gott er að nota undir matarafganga, álegg, grænmeti, ber og ýmsa vökva. Frábært er að marinera kjöt eða fisk í boxunum þar sem marineringin tekur margfalt skemmri tíma undir þýstingnum og fer dýpra í hráefnið. Einnig er minni hætta á að boxin opnist í flutningum vegna lofttæmingarinnar. Það er því tilvalið að skella kjötinu í uppáhalds marineringuna áður en lagt er af stað upp í bústað eða á tjaldsvæðið og steikin er klár á grillið þegar áfangastað er náð.

Að auki vita fáir að hægt er að nota vacuum pökkunarvélarnar til að innsigla aftur ýmsar gerðir af pokum s.s. snakkpoka úr áli og hinar ýmsu gerðir plastpoka undan matvælum sé innihaldið ekki klárað.

Vacuum pökkunarvélunum frá Orved fylgir að sjálfsögðu 2. ára neytendaábyrgð eins og lög kveða á um og er öll varahluta- og viðgerðarþjónusta hjá Esjugrund ehf. Þar er einnig hægt er að fá alla varahluti í vélarnar frá Orved. Vacuum pökkunarvél getur verið dýr fjárfesting og er því gott að vanda valið vel í upphafi m.t.t. þjónustu og varahluta í pökkunarvélarnar. Ekkert er verra en að fá ekki varahluti þegar á reynir eða þurfa að bíða svo mánuðum skiptir eftir varahlut sem kemur svo jafnvel ekki.

Fimmtudaginn 12. júlí verður Esjugrund með kynningu á vacuumpökkunarvélum frá Orved ásamt reykofnum frá Bradley Smokers á skotsvæði Skotreynar Álfsnesi og verður boðið upp á bragðprufur á heit- og kaldreyktum mat. Af þessu tilefni býður Esjugrund upp á frábæra afslætti til félagsmanna milli 1. og 20. júlí - Sjá myndir hér.

  • 25% kynningarafslátt af nýjustu vacuumpökkunarvélinni frá Orved
  • 30% afslátt af Guarder C1 skotgleraugum með skiptanlegum glerjum
  • 40% afslátt af svörtum heyrnarhlífum með umhverfishljóðnema
  • 35% afslátt af stangveiðivestum með floti
  • 20% afslátt af handviktum (pundara)
  • 15% afslátt af FURminator gæludýrakömbum
  • 10% afslátt af öllum öðrum vörum meðan birgðir endast
Tags: eins, hefur, þar, verið, einnig, komið, vacuum, esjugrund, orved, hætta, hversu, afslátt
You are here: Home