Augu Hreindýrsins e. Ásgeir Hvítaskáld
- Details
- Published on 19 December 2013
- Hits: 1083
Í um þrjú ár hefur Kvikmyndafélagið Frjálst Orð unnið að gerð þessara myndar og er nú orðin veruleiki.
Saga íslensku hreindýranna er rakin og er lífsbaráttu þeirra er lýst í harðri náttúru Íslands. Sagt er frá úthlutun veiðileyfa og hreindýraveiði á Austurlandi. Fæðutegundir dýranna eru tilgreindar og ýmis annar fróðleikur sem áður hefur ekki komið fram. Hér eru einstakar myndir af nýfæddum kálfum í Mjóafirði, einnig myndir af dýrum á fengitíma. Þessi fallegu dýr hafa einstakan eiginleika til að aðlaga sig að mismunandi veðurfari og þau skipta um útlit eftir árstíðum. Þetta virðast vera elskuleg dýr sem standa saman og hjálpast að við að koma ungviðinu á legg - Stolt Austurlands.
Fæst hjá útgefanda í síma 862-3465 eða 661-9298 eða á tölvupósti
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Verð 2.800 kr