Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2012
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1069
Rjúpnaveiðimenn eru nú í óða önn að undirbúa jólin og ekki seinna vænna að huga að verkun rjúpunnar. SKOTVÍS og Náttúrufræðistofnun hvetja rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni.
Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Í meðfylgjandi krækju er að finna leiðbeiningar um hvernig rjúpan er kyngreind og aldursgreind (bls. 16).
Niðurstöður verða birtar jafnóðum á vef Náttúrufræðistofnunar en þær verða meðal annars notaðar við mat á stofnstærð rjúpunnar í landinu.
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa um áratuga skeið rannsakað aldurshlutföll í rjúpnaafla. Á lit flugfjaðra rjúpunnar er hægt að greina á milli tveggja aldurshópa, fugla á fyrsta ári og eldri fugla. Þessi gögn eru m.a. notuð til að reikna út heildarstofnstærð rjúpunnar í landinu og eins til að rannsaka afföll. Veiðimenn, sem tilbúnir eru að taka þátt í þessari könnun, eru beðnir um að klippa annan vænginn af öllum þeim rjúpum sem þeir fella. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit ber að halda sér í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.
Vængina á að senda til:
Náttúrufræðistofnun Íslands
Urriðaholtsstræti 6-8
Pósthólf 125
212 Garðabær
Stofnunin mun greiða sendingarkostnað sé þess óskað. Menn eru beðnir um að láta nafn sitt og heimilisfang fylgja með sýnum þannig að hægt sé að senda þeim, sem það vilja, niðurstöður greininga úr þeirra sýni og heildarniðurstöðurnar í lokin.
Aldurshlutföll 2012
Samtals hafa borist til Náttúrufræðistofnunar 768 vængir frá veiðitíma 2012, sbr. sundurliðun hér fyrir neðan. Hlutfall unga er lágt eða 73% fyrir allt sýnið. Þetta er lágt ungahlutfall en á örugglega eitthvað eftir að breytast. Sýnastærð er enn lítil og til samanburðar voru komnir helmingi fleiri fuglar inn á sama tíma í fyrra. Hvetjum alla veiðimenn til að taka þátt og senda inn vængi.
Veiðitími 2012 |
|
|
|
|
Landshluti |
Fullo |
Ungar |
Samtals |
% ungar |
Suðvesturland |
0 |
7 |
7 |
100% |
Vesturland |
16 |
61 |
77 |
79% |
Vestfirðir |
69 |
165 |
234 |
71% |
Norðvesturland |
42 |
97 |
139 |
70% |
Norðausturland |
28 |
81 |
109 |
74% |
Austurland |
21 |
58 |
79 |
73% |
Suðurland |
34 |
89 |
123 |
72% |
Samtals |
210 |
558 |
768 |
73% |