Sauer Individual

Picture 57.jpg

Þar sem ég var ekki að fara að fá mér standard riffil sem hægt var að taka úr hillunni hjá næsta söluaðila þá var komið að því að velja það hvernig riffillinn yrði. Það má helst líkja þessu við að verið sé að kaupa nýjan Bens, menn velja ákveðna týpu, litinn á bílnum, vélarstærð, raf­magn í rúðum, beinskiptan eða sjálf­skiptan ásamt hinum ýmsu aukahlutum sem í boði eru. Það er eins með riffil, þar er hægt að velja úr ótal mörgum útfærslum á hverju stykki í rifflinum. Hér er einnig hægt að hafa lásinn óskreyttan eða ákveða skreytingar á lásinn, það er hvaða myndir eru grafnar á láshúsið, boltann, magasín og gikkbjörg, og hvort skreytingar séu með gull innleggi. Hér er í flestum tilfellum hægt að velja hvaða mynd sem er, t.d. af uppáhalds veiðidýrinu eða bara mynd af konunni.
Þar sem ákveðið var að velja S 202 Take Down var ekki val um hvort lásinn ætti að vera úr áli eða stáli þar sem take down rifflar eru ein­­göngu með stálhúsi. Annars væri hægt að velja úr fimm útfærslum af yfir­borðsmeðhöndlun. Þar sem gikkur­inn kemur í húsið liggur beinast við að velja hann næst. Þar er hægt að hafa ýmsar útfærslur líka. Nú boltinn kemur líka í láshúsið og þess vegna er hann skoðaður á eftir gikknum. Huga þarf að nokkrum hlutum þar svo sem útfærslu á boltahandfangi, þar er valið milli flats handfangs eða kúlu­handfangs og hvort bolti eigi að vera geislaburstaður eða ekki.
Þá er komið að hlaupinu, en hlaup og láshús falla saman í kónísku fari með það mikilli nákvæmni að þó hlaup sé tekið af og sett á aftur, þá skýtur byssan alltaf rétt. Þar er að sjálfsögðu hægt að velja flest standard caliber og margar lengdir og breiddir ásamt því hvort hlaupið er flútað eða áttstrent. Síðan er valið hvort og þá hvernig sigti eru á hlaupinu. Við val á hlaupi eru augljóslega óteljandi möguleikar og samsetningar því persónulegt val hvers og eins eftir geðþótta eða í hvað nota á gripinn, enda velja sumir mörg hlaup fyrir sama riffilinn með mismunandi caliberum.
Enginn riffill er án skeftis og hér er ekki slegið af úrvalinu hvorki í gæðum viðar né útfærslum. Hægt er að velja um skefti úr gerviefnum eða margra alda gamalli hnotu. Fyrir utan mismunandi viðargæði er einnig hægt að fá skefti fyrir rétthenta og síðan líka sérsmíðuð skefti í öllum útfærslum. Að lokum er hægt að velja hin ýmsu smáatriði sem eru á rifflum en það verður ekki upptalið hér.
Nokkrum vikum eftir að búið var að panta byssuna bárust boð frá Sauer verksmiðjunum um að koma og skoða verksmiðjuna og ræða smáatriði í sambandi við skreytingar á rifflinum. Einnig var boðið upp á að ég gæti valið sjálfur viðinn í skeftin. Þar sem ég er lærður húsgagnasmiður og með ólæknandi byssudellu var boðinu tekið með ánægju og stefnt á að fara utan á haust­mánuðum með Jóhanni Vil­hjálms­syni byssusmið til þess að skoða eina bestu byssuverksmiðju Þýskalands.
Við flugum til Kaupmannahafnar og ókum þaðan í bílaleigubíl til Eckernförde. Bærinn sem stendur við vesturströnd Eystrasalts er lítill miðað við stórborgir Evrópu en í honum búa um 23 þúsund manns. Við vorum mættir stundvíslega klukkan tíu um morguninn eftir að hafa eytt kvöldinu í að fara út að borða og horfa á Derrick í sjónvarpinu, hvað annað. Í verksmiðjunni tók á móti okkur Matthías Klotz og leiddi hann okkur í gegnum framleiðsluferlið hjá verksmiðjunni. Fyrst var farið í gríðarstóran sýningarsal þar sem voru sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins frá upphafi til dagsins í dag. Þar gaf að líta ótrúlegan fjölda af skammbyssum, haglabyssum og rifflum. Þar voru til dæmis Weatherby rifflar en verk­smiðjan framleiddi þá riffla þegar þeir náðu sem mestum vinsældum.
Eftir það var farið að hitta stál­graftrar­meistara fyrirtækisins til að ákveða endanlega staðsetningu og útfærslu á myndum. Þessir menn eru algerir listamenn þar sem þeir taka ljós­mynd eða teikningu og teikna hana á byssu­hlutinn. Síðan er myndin hand­höggvin og handgrafin í stálið með sporjárnum og meitlum eftir alda­gamalli aðferð.


Picture 59.jpgPicture 60.jpgStangir til hlaupgerðar úr hinu heimsfræga Krupp stáli.
En hlaup eru gerð með þeim hætti að járnstöng er fyrst boruð og síðan slípuð slétt að innan með gati sem er aðeins stærra en endanlegt caliber. Næst er stöngin tekin og hún pressuð utan um rifflaðan járnpinna til að gera rillurnar í hlaupið. Við þetta herðist innsta lag hlaupsins og stöngin lengist talsvert.
Picture 61.jpgEftir það er lásstæðið gert í hlaupendann síðan er athugað hvort hlaupið er beint að innan. Að lokum er hlaupið rennt í rétt mál að utan og síðan slípað og blámað
Héðan var gengið að efnis­lag­ernum fyrir hina ýmsu hluti byssunnar. Þar gat á að líta til dæmis 6m langan prófíl með útlínur skamm­byssu og prófíl með útlínum láshúss í riffil, eins og sjá má á myndinni

Picture 62.jpg

Farið var að sjá hvernig boltinn er smíðaður úr tveimur steyptum hlutum bræddum saman og síðan fræstur niður í rétt mál með sex löggum sem læsast inn í hlaupendann þannig að úr verði besta hugsanlega læsing.
Picture 63.jpgEftir að hafa skoðað framleiðslu helstu hluta í byssunum var farið í viðargeymsluna til að velja viðinn í skeftið

 

Næsta skref var að sjá frumvinnslu á skeftum sem gerð er í vélum en síðan eru skeftin öll handunnin. Slípuð og tékkeruð eða útskorin, allt eftir óskum hvers og eins.
Picture 64.jpgEftir þetta var farið í samsetningar deildina þar sem hver hlutur var settur á sinn stað í samsetningarferlinu. Það sem kom sérstaklega á óvart var hvað mikið var af prófunum og mælingum á hverjum hlut og hvað allir virtust hugsa mikið um nákvæmni. Ekki var nein staðar að sjá að menn væru að flýta sér eða að vinna í akkorði. Enda var okkur sagt að hlutirnir ættu fyrst og fremst að vera fullkomnir, annað væri óásættanlegt. Enda fannst mér oft eins og menn væru frekar að dunda heldur en að vinna þar sem allt var gert af svo mikilli natni.

 

 

Picture 65.jpgPicture 66.jpgÞegar hér var komið í skoðuninni var okkur boðið niður í kjallara, við Jói litum á hvorn annan og hugsuð­um sennilega báðir :hvað á nú að sýna okkur. En þá var það einn af stóru kostum verksmiðjunnar. Í kjallar­an­um var byssuprófunarhús Schles­wig-Holstein sýslu. Þarna undir verk­smiðj­unni eru tvær skotbrautir til að skjóta af rifflum og öðrum skotvopnum. Þar voru starfsmenn að þrýstiprófa hlaup og byssur. Einnig sjá þeir um að prufu­skjóta öllum Sauer rifflum til að öruggt sé að mið og nákvæmni hlaupa sé ásættanleg. Enda fylgir rifflum frá Sauer skotblað til sönnunar þess að allt sé eins og það á að vera. Skotið með opnum sigtum á 100m.

 

Picture 67.jpgNú var degi tekið að halla og kom­inn tími til að kveðja verk­smiðj­una og halda ferðinni áfram. Ég fór að skjóta villisvín, hirti og fasana í Pól­landi en Jóhann fór nokkrum dögum síðar á villisvínaveiðar í Póllandi.

Picture 68.jpgNú tók við erfiðasti partur riffil­kaup­anna, það er að bíða í nokkrar vikur eftir því að fá gripinn í hend­­urnar. Það er eins og með Bensinn sem ég nefndi hér í upphafi, það kaupir enginn fínan bíl og hefur hann alltaf inni í skúr ónotaðan. Riffillinn var fenginn til að nota hann, og eftir að hafa verið útbúinn með vönduðum Schmidt & Bender sjónauka þá var farið að skjóta. Fyrst á mark og síðan í hverja veiðiferðina á fætur annarri með góðum árangri. Að endingu má sjá hér mynd af síðasta dýrinu sem skotið var með honum þegar þetta er skrifað, og alveg örugglega ekki það síðasta. Stór hreindýrstarfur (115kg) skotinn í hjartað hátt til fjalla á veiðisvæði 9 haustið 2006.
Látið drauma ykkar rætast í riffil­kaupum eins og öðru, hverjir sem þeir eru.

Happiness is a warm gun.
Ívar Erlendsson
Tags: margar, vopn, sauer, rifflum, yrði, bara, ýmsu, framleiða, týpur, elstu, valinu, þýskur, riffill, hinum, gerðir
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Tæknigreinar Sauer Individual