Niðurstöður könnunar um fyrirkomulag úthlutunar hreindýraveiðileyfa

Í ágúst 2013 fór fram skoðannakönnun er varðar tillögu Svæðisráðs SKOTVÍS á NV landi um umsóknar- og úthlutunarfyrirkomulag á hreindýraveiðileyfum.   Könnunin var send á 2044 netföng af póstlistum SKOTVÍS og 376 svör bárust. Viðtökurnar voru því framar vonum og svarhlutfall með því hæsta sem gerist í netkönnunum (18,4%), en hafa ber í huga að heimtur úr netkönnunum eru lægri en í símakönnunum - Könnunin (sjá krækju neðar) var framkvæmd af óháðum aðila (Outcome) er varðar útsendingu og gagnaöflun.
 
Þessar góðu heimtur eru því ákveðin trygging fyrir því að niðurstöðurnar endurspegli vel viðhorf íslenskra veiðimanna og óhætt sé að styðjast við þær í áframhaldandi vinnu og mótun endanlegrar tillögu frá svæðisráði.
 
Svæðisráð SKOTVÍS á NV landi er enn sem komið eina starfandi svæðisráðið á landinu, en þau eru svæðisbundinn vettvangur fyrir veiðimenn til að hafa áhrif á starf félagsins. Svæðisráðin eru því hugsuð sem tæki til að virkja þekkingu veiðimanna sem vilja hafa áhrif á framtíð skotveiða. Innan svæðisráða er markvisst unnið að undirbúningi málefna þar sem inniviðir SKOTVÍS og styrkur félagsins sem landssamtök skotveiðimanna er nýttur til hafa áhrif á málefni skotveiðimanna á landsvísu. Svæðisráð eru opin öllum veiðimönnum og ekki er gerð krafa um að menn séu félagsmenn til að taka þátt í starfi þeirra. Svæðisráð forgangsraða og vinna sjálfstætt að sínum málum óháð áherslum stjórnar, en starfar að öðru leiti faglega í anda laga, siðareglna og stefnu SKOTVÍS.
 
Að meðfylgjandi tillögu komu veiðimenn með mismunandi bakgrunn og reynslu, bæði félagsmanna SKOTVÍS og utanfélagsmanna og hvetjum við sem flesta að kynna sér niðurstöðurnar sem birtar eru hér í heild sinni, en þær hafa verið kynntar stjórn SKOTVÍS sem mun kynna þær fyrir Veiðistjórnunarteymi UST á næstu vikum.

f.h. Svæðisráðs Norðvesturlands
Indriði R. Grétarsson ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )

Niðurstöður könnunar (Outcome)

Samantekt könnunar (Svæðisráð)

Tags: veiðimanna, hafa, skotvís, skotveiðimanna, niðurstöður, kynna, þær, tillögu, landi, áhrif
You are here: Home