Fréttir af störfum stjórnar, framkvæmdaráðs og nefnda

Mikið hefur gengið á undanfarna daga og vikur í að lesa yfir og koma með ábendingar vegna tillagna frá nefnd um endurskoðun villidýralaganna. Skotvís á sinn fulltrúa í nefndinni en einnig hefur stjórn og nokkrir góðir félagar lesið þessar tillögur yfir og komið fram með sínar ábendingar. 

Kynningarefni um Skotvís er að koma í allar skotveiðiverslanir í byrjun júlí og mun það fylgja með hverjum skotapakka ásamt ýmsu öðru. Dúfnaveislan er að fara af stað í byrjun júlí og er allt að verða tilbúið fyrir hana, http://skotvellir.is er komið með dúfnatal þar sem hægt er að halda utan um skorið á einum stað. Fréttabréf Skotvís er á dagskrá í byrjun júlí.  

Mikið hefur verið rætt um skotpróf vegna hreindýraveiða og sitt sýnist hverjum um prófið, gjaldið og framkvæmdina á prófinu. Stjórn Skotvís er að skoða helstu athugasemdir með Félagi Hreindýrleiðsögumanna og nokkrum skotæfingafélögum um hvað megi helst bæta. Að lokum er stjórn að fara yfir niðurstöður viðhorfskönnunar sem var framkvæmd í júní og er umfjöllun um hana á dagskrá á næsta stjórnarfundi.

Þangað til næst hvetur Stjórn Skotvís veiðimenn til að nota tímann núna til að æfa sig fyrir komandi veiðitímabil, hvort heldur sem er úthald eða skotfimi.

Tags: hefur, þar, verið, skotvís, áður, yfir, sjá, hafi, sneri, (flestir, samút, endurskoðun, svöruðu, tillögur
You are here: Home