Tímaritið SKOTVÍS 1995 - 2011
- Details
- Published on 17 May 2012
- Hits: 4769
Tímaritið SKOTVÍS hefur komið út árlega síðan 1995 hefur Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður SKOTVÍS verið ritstjóri blaðsins frá upphafi. Tímaritinu hefur verið dreift ókeypis til félaga í SKOTVÍS og hefur öðlast fastan sess í hugum margra skotveiðimanna, en það kemur ávallt út þann 20. ágúst á hverju ári. Tímaritið er talin ein besta heimild um skotveiðar á Íslandi, enda er þar að finna margar fróðlegar tæknigreinar, rannsóknargreinar, veiðisögur og viðtöl svo fátt eitt sé nefnt.
Hér að neðan er að finna tölublöð 1995-2011, en ný tölublöð verða einnig gerð aðgengileg á rafrænu formi, einu ári eftir útgáfudag.