Í sigtinu - Minkur

skotvis2001f.jpg

Lýsing

Minkur (Mustela vison) er af ætt marða (Mustelidae), sem til­heyr­ir rándýraættbálknum (Carni­vora). Hann sver sig í ættina, líkams­bygg­ingin ein­kennist af löngum búk og stuttum fótum. Minkurinn er brúnn á lit en oftast með hvíta skellu á neðri kjálka og oft einnig á hálsi og milli fram- og afturfóta. Hann er upp­runninn í Norður-Ameríku og því oft kallaður ameríski minkurinn til að­grein­ingar frá hinum evrópska frænda sínum Mustela lutreola sem er nánast eins en þó minni í vexti og með fleiri hvítar skellur á feldi sínum.
Tegundin er að nokkru leyti að­löguð vatni, er með þrefalt þéttari vindhár en þurrlendisættingjar hennar, með vott af sundfiti milli tánna og kafar sér til fæðuöflunar, en sér þó verr í vatni en á þurrlendi...

Read more: Í sigtinu - Minkur

Listin að veiða ref

skotvis2007f.jpg

Rætt við Arnfinn Jónsson, refaskyttu

Tófan hefur sennilega haft fasta búsetu hér á landi í 10.000 ár. Hún hefur því aðlagað sig einstaklega vel að íslenskri náttúru. Íslenski refurinn er um 2.5 - 4.5 kg. að þyngd. Læðan eign­ast um 5 yrðlinga að meðaltali. Ekki eru til neinar ábyggilegar upp­lýs­ing­ar um stærð íslenska refas­tofns­ins. Árlega eru veiddir um 5.500 refir hér á landi. Ekki er ósennilegt að í dag telji íslenski refastofninn um og yfir 12.000 dýr. Vanir veiðimenn telja þó að...

Read more: Listin að veiða ref

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Refa- og minkaveiðar