Náttúra Íslands
- Details
- Published on 03 January 2012
- Hits: 4603
Ísland er ungt land á jarðsögulegan mælikvarða, einungis um 16 milljón ára gamalt. Náttúra landsins ber glögg merki þeirra ógna krafta eldgosa, jarðskjálfta, jökul-, ár- og sjávarrofs sem byggt hafa upp landið og mótað í gegnum ármilljónirnar. Ísland er eitt eldvirkasta svæði jarðarinnar og finnast nærri allar gerðir eldfjalla á landinu. Á landinu finnast einnig stærstu jöklar utan heimskautasvæðanna og eru því samspil elds og íss óvíða jafn sýnileg og hér á landi.
Jarðfræðilegur fjölbreytileiki landsins er mikill og endurspeglar hann líffræðilegan fjölbreytileika landsins, þar sem mjög ólík búsvæði og vistkerfi fyrirfinnast. Ísland hefur um ármilljónir verið landfræðilega einangrað og á síðustu tveimur ármilljónunum oftar en ekki hulið jöklum, sem hörfuðu loks fyrir um 10.000 árum síðan. Endurspeglast það bæði í fábreytni bæði í flóru og fánu landsins. Á hin bóginn eru hér stórir stofnar nokkurra dýrategunda, einkum fugla og laxfiska. Meðal annars er hér á landi að finna stærstu fuglabjörg í Norður-Atlandshafi og í sumum tilfellum eiga stórir hlutar Evrópustofna og jafnvel heimsstofna fugla varpstöðvar hér á landi.
Tags: íslands, náttúra, ísland, finnast, landsins, fugla, stærstu, stórir, bæði, landi, jöklum, hörfuðu, hulið, oftar, ármilljónunum