Vinningshafar - Láttu ekki þitt eftir liggja

olis skotvis 2012Þann 13 desember síðastliðinn var dregið í vinningsleik átaksins Láttu ekki þitt eftir liggja. Mikill fjöldi veiðimanna tók þátt í leiknum og þökkum við þeim öllum fyrir þátttökuna og gaman að sjá hvað margir láta sig það varða að ganga vel um landið og skil tómum skothylkjum til Olís. Sá heppni sem vann 150 þús. kr. eldsneytisúttekt hjá Olís heitir Herbert Canram og óskar Skotvís, Olís og Umhverfisstofnun honum til hamingju með vinninginn. Skotvís vill þakka Olís og Uhverfisstofnun fyrir samstarfið í þessu góða og græna átaki.

Á myndinni eru talið frá vinstri Kristján Sturlaugsson frá Skotvís, Matthildur Stefánsdóttir tók við verðlaununum fyrir Herbert, Guðrún Jónsdóttir og Diddi markaðsstjóri frá Olís

Tags: skotvís, tók, hamingju, vinninginn, þakka, uhverfisstofnun, honum, canram, hjá, eftir, olís, þitt, láttu, vill
You are here: Home