Veiðimenn standi vörð um blesgæsastofninn og stuðli að uppbyggingu öflugs veiðistofns

blesa08e

Stofnstærð blesgæsarinnar er enn á viðkvæmu stigi, þó eitthvað virðist hafa dregið úr fækkun úr stofninum og því of snemmt er að segja til um hvort þróunin sé að snúast við.  Ýmislegt hefur verið skrifað um blesgæsastofninn á www.skotvis.is [sjá leitartreng] í gegnum árin, en þar getur að líta margvíslegan fróðleik um þetta málefni. Í 17. árgangi tímaritsins SKOTVÍS frá 2011 er að finna gein (bls. 12) eftir Arnór Þ. Sigfússon sem greinir frá síðustu stöðu mála. Fróðlegt verður að sjá hvort talningar síðar á árinu gefi tilefni til bjartsýni hvað varðar þennan stofn. Því mun SKOTVÍS áfram fylgjast mjög vel með þróun mála og tryggja að farið sé í nauðsynlegar aðgerðir sem eru líklegar til að byggja upp öflugan veiðistofn í samráði við veiðimenn.

Siðareglur SKOTVÍS leggja áherslu á að veiðimenn auki stöðugt þekkingu sína á skotveiðum og er þá meðal annars átt við:

  • Lög og reglur um veiðar, bráðina og lifnaðarhætti hennar
  • Útlit og útbreiðslu friðaðra fugla
  • Verndun veiðidýrastofna og skynsamlega nýtingu þeirra
SKOTVÍS hvetur því skotveiðimenn til að kynna sér atferli, útlit og hljóð blesgæsarinnar [Hljóðskrár: BlesgæsGrágæsHeiðagæs] svo koma megi í veg fyrir slysaskot.  Einnig er bent á áhugavert erindi Arnórs Þ. Sigfússonar í máli og myndum um ástand gæsastofna frá 15. desember 2011.


Tags: skotvís, veiðar, þekkingu, blesgæsarinnar, blesgæsastofninn, útlit, sína, skotveiðum, auki, stöðugt, meðal, lifnaðarhætti, veiðimenn
You are here: Home