Veiðikortasjóður hefur úthlutað 230 milljónum síðan 1995

Nýverið auglýsti Umhverfisráðuneytið eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr Veiðikortasjóði [sjá auglýsingu hér], en umsóknum á að skila fyrir 20. desember n.k. og úthlutun úr sjóðnum fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2012.  Þann 29. nóvember 2010 var gerð sú breyting á umsagnarferlinu að skipuð var sérstök ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði en SKOTVÍS hefur þar einn fulltrúa (Margrét Pétursdóttir) af fimm (5), sem munu starfa eftir ákveðnum verklagsreglum.  Þessi breyting gerir það að verkum að skotveiðimenn á Íslandi hafa nú meira um það að segja hvernig fjármunum Veiðikortasjóðs er varið.

SKOTVÍS mun leggja ofuráherslu á að verklag við undirbúning, auglýsingu og umsagnir sé markvisst og miðist við að ná skilgreindum markmiðum með skýrri forgangsröðun.  Leiðin til þess er að hafa yfirsýn yfir hvað hefur áunnist síðan 1995, þegar sjóðnum var hleypt af stokkunum og velta upp áleitnum rannsóknarspurningum sem nauðsynlegt er að fá svör við til að auka þekkingu okkar á lögmálum íslenskrar náttúru og styðja þannig við veiðistjórnunarkerfið með upplýstri ákvörðunartöku.

SKOTVÍS hvetur því konur og karla innan vísindasamfélagsins til að senda inn umsókn sem leitast við að svara slíkum spurningum.  Meðfylgjandi er tafla yfir þá styrki sem veittir hafa verið síðan 1995, en á þessum árum hefur verið úthlutað tæplega 230 milljónum (á verðlagi hvers árs) til 87 verkefna og útlit er fyrir að hægt verði að úthluta 25-30 milljónum á næsta ári til metnaðarfullra verkefna.

Taflan hér að neðan er m.a. unnin á grundvelli fyrirspurna á Alþingi, frétta [2010, 2011] og formlegra fyrispurna.  Eins og sjá má, þá vantar upplýsingar um nokkur heiti verkefna, en SKOTVÍS mun vinna áfram í því að afla frekari gagna um niðurstöður þessarra verkefna og birta á vef SKOTVÍS.  Þeir sem kynnu að hafa vitneskju um hvar þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefnum, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

ÁR       FLOKKUR STYRKÞEGI RANNSÓKNARAÐILI UPPHÆÐ (þús)    TITILL VERKEFNIS
1995 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 4.500       --Ótilgreint--
1995 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 850 --Ótilgreint--
1995 Rjúpa Háskóli Íslands Karl Skírnisson 250 Sníkjudýr í rjúpu
1995 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 250 --Ótilgreint--
1996 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 5.000 --Ótilgreint--
1996 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 1.850 --Ótilgreint--
1996 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 845 --Ótilgreint--
1997 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.000 --Ótilgreint--
1997 Minkur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.000 --Ótilgreint--
1997 Gæsir og endur RAMÝ Árni Einarsson 300 Áhrif netja á fugladauða
1997 Fuglar ÓE 600 Fuglar og raflínur
1997 Hrafn MH 600 Áhrif veiða á hrafnastofninn
1997 Gæsir Náttúrustofa Austurlands Halldór W. Stefánsson 330 Athugun á viðkomu og afföllum hjá grágæsum
1997 Gæsir Náttúrustofa Austurlands Halldór W. Stefánsson 128 Vortalningar á gæsum og álftum á héraði
1997 Sjófuglar Náttúrustofa Suðurlands Gísli J. Óskarsson 300 Áhrif veiða á lundastofninn á afmörkuðu svæði og veiðiþoli
1997 Endur Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 642 Félagskerfi gráanda að vetrarlagi
1997 Sjófuglar Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 600 Stofnbreytingar dílaskarfs og orsakir þeirra
1998 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.123 --Ótilgreint--
1998 Minkur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.700 --Ótilgreint--
1998 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.700 --Ótilgreint--
1998 Endur Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 1.000 Félagskerfi gráanda að vetrarlagi
1998 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 4.600 --Ótilgreint--
1998 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 4.000 --Ótilgreint--
1998 Refur Umhverfisstofnun ÞÞB/GJ 242 Staðsetning refagrenja á Hornströndum með GPS
1998 Hreindýr Náttúrustofa Austurlands Sakkari Kankanpaa 300 --Ótilgreint--
1999 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.476 --Ótilgreint--
1999 Hrafn MH 200 --Ótilgreint--
1999 Fuglar ÓE 200 --Ótilgreint--
1999 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 4.600 --Ótilgreint--
1999 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 4.000 --Ótilgreint--
1999 Hreindýr Náttúrustofa Austurlands Sakkari Kankanpaa 600 --Ótilgreint--
2000 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.600 --Ótilgreint--
2000 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 719 --Ótilgreint--
2000 Minkur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.197 --Ótilgreint--
2000 Rjúpur Ólafur K. Níelsen 6.600 --Ótilgreint--
2000 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 4.200 --Ótilgreint--
2001 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.600 --Ótilgreint--
2001 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.500 --Ótilgreint--
2001 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 4.200 --Ótilgreint--
2002 Refur Háskóli Íslands Pál Hersteinsson 1.800 --Ótilgreint--
2002 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.500 --Ótilgreint--
2002 Gæsir og endur Arnór Þ. Sigfússon 1.200 --Ótilgreint--
2002 Almennt Umhverfisstofnun Arnór Þ. Sigfússon 1.500 Könnun á áreiðanleika veiðitalna
2002 Almennt SKOTVÍS Sigmar B. Hauksson 750 Fræðsluefni
2003 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.825 --Ótilgreint--
2003 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 12.000 --Ótilgreint--
2004 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.880 --Ótilgreint--
2004 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 9.000 --Ótilgreint--
2005 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.114 --Ótilgreint--
2005 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.600 --Ótilgreint--
2005 Almennt Umhverfisstofnun NN 700 Fræðsluefni
2005 Almennt Umhverfisstofnun NN 1.057 Rjúpnaskýrslan
2006 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.300 --Ótilgreint--
2006 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.600 --Ótilgreint--
2006 Sjófuglar Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 1.800 --Ótilgreint--
2006 Gæsir og endur Verkís Arnór Þ. Sigfússon 1.263 --Ótilgreint--
2007 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.800 --Ótilgreint--
2007 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 12.900 --Ótilgreint--
2007 Sjófuglar Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 1.800 --Ótilgreint--
2008 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.874 --Ótilgreint--
2008 Gæsir og endur Verkís Arnór Þ. Sigfússon 1.400 --Ótilgreint--
2008 Gæsir og endur Náttúrustofa Austurlands Halldór W. Stefánsson 1.000 --Ótilgreint--
2009 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 3.143 --Ótilgreint--
2009 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.200 --Ótilgreint--
2009 Sjófuglar Háskóli Íslands Arnþór Garðarsson 1.850 Bjargfuglar
2010 Sjófuglar Náttúrustofa Suðurlands Erpur S. Hansen 1.017 Holumyndavél til rannsókna á ábúðarhlutfalli og varpárgangi lunda
2010 Sjófuglar Náttúrustofa Suðurlands Erpur S. Hansen 1.427 Mælingar stofnstærðar lundastofns Íslands
2010 Gæsir Kristinn H. Skarphéðinsson 4.800 Mat á stofnstærð heiðagæsavarps í Þjórsárverum og Guðlaugstungum
2010 Gæsir Náttúrustofa Austurlands Halldór W. Stefánsson 1.407 Aldursgreining gæsa í sárum
2010 Gæsir Háskólasetur Suðurlands Tómas G. Gunnarsson 1.000 Breytileiki í gæðum varpbúsvæða grágæsa: Gildi fyrir nýtingu og verndun
2010 Gæsir og endur Verkís Arnór Þ. Sigfússon 2.056 Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda með aldursgreiningu vængja úr veiði og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa
2010 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 6.500 Rjúpnarannsóknir ársins 2009
2010 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 9.500 Rjúpnarannsóknir ársins 2010
2010 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 2.800 Refarannsóknir
2010 Almennt Snorri H. Jóhannesson Snorri H. Jóhannesson 500 Gerð kennslumyndbands um minkaveiðar
2011 Sjófuglar Náttúrustofa Suðurlands

Arnþór Garðarsson

2.258 Stofnrannsóknir á lunda
2011 Gæsir Náttúrustofa Austurlands Halldór W. Stefánsson 700 Áhrif eggjatöku á afkomu heiðgæsa og grágæsa á Íslandi
2011 Gæsir Háskóli Íslands NN 1.660 Breytileiki í gæðum varpbúsvæða grágæsa: gildi fyrir nýtingu og vernd
2011 Refur Háskóli Íslands Páll Hersteinsson 1.902 Vöktun íslenska refastofnsins
2011 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 8.100 Rjúparannsóknir 2011
2011 Rjúpa Ólafur K. Níelsen 2.990 Stofngerðarrannsókn á íslensku rjúpunn
2011 Gæsir Náttúrustofa Austurlands NN 2.500 Íslensk / breski grágæsastofninn
2011 Almennt Náttúrustofa Austurlands NN 1.100 Kaup á netbyssu
2011 Almennt Náttúrustofa Suðurlands Erpur S. Hansen 177 Myndavélalinsa og minniseining til rannsókna á stofnbreytingu bjargfugla
2011 Minkur Náttúrustofa Vesturlands Rannveig Magnúsdóttir 2.750 Breytileiki á fæðuvali minks á Snæfellsnesi á árunum 2001-2009
2011 Almennt SKOTVÍS Sigmar B. Hauksson 1.200 Nýting á villibráð
2011 Gæsir og endur Verkís Arnór Þ. Sigfússon 2.163 Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa
Tags: hefur, hafa, verið, skotvís, upplýsingar, milljónum, úthlutun, breyting, sjóðnum, verkefna, síðan, auglýsingu, yfir, 1995
You are here: Home