Tímaritið Skotvís komið út!

Skotvís blaðið 2011Tímaritið Skotvís er nú komið í dreifingu og ætti að hafa borist félagsmönnum að vanda, nú fyrstu daga gæsaveiðinnar, er þetta 17. árið sem blaðið kemur út. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, ritstýrir blaðinu eins og síðustu ár og er blaðið fullt af fróðleik sem fyrr, þar má nefna m.a.:
  • Staða blesgæsarinnar eftir Arnór Þórir Sigfússon
  • Veiðimaðurinn, sælkerinn og orgelleikarinn Jón Stefánsson með athyglisverðar villibráðaruppskriftir.
  • Forvitnileg grein um miðunartæki og fjarlægðarmæla.
  • Það nýjasta í GPS tækninni.
  • Ítarleg grein um hvernig koma má í veg fyrir að særa fugl sem skotið er á á flugi.
  • Ólafur Níelsen fjallar um stöðu rjúpnastofnsins eftir vorhretið.
  • Elvar formaður skrifar grein um starf og stefnu SKOTVÍS
  • Guðni Einarsson með forvitnilega grein um vöxt refastofnsins og úrræði til að halda honum í skefjum, Guðni ræðir við nokkrar reyndar refaskyttur.
  • Auk þessa eru í blaðinu nokkrar minni greinar.
Blaðinu er dreift til allra félagsmanna Skotveiðifélags Íslands auk þess sem það verður til sölu á öllum betri blaðsölustöðum landsins. Einnig verður hægt að panta eintak með því að senda beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Tags: hafa, skotvís, allra, félagsmanna, komið, öllum, leið, pósti, ætti, september, borist, tímaritið
You are here: Home