Tímaritið Skotvís 2008 komið út

skotvis2008.jpgÚt er komið tímaritið Skotvís 2008. Tímaritið er sem fyrr mjög veglegt eða tæpar 60 síður stútfullar af efni og myndum tengt skotveiðum. Blaðið er komið í póst til allra meðlima félagsins sem greitt hafa félagsgjöld sín og kemur í sölu á helstu blaðsölustaði landsins á næstu dögum.

Meðal efnis í blaðinu:

  • Ástand íslenskra gæsastofna
  • GPS tæki
  • Dalvíkur-Drífurnar
  • Vopnaverksmiðja heimsótt
  • Rjúpan 2008
  • Viðtal við Reimar Ásgeirsson hreindýraleiðsögumann
  • Skotsvæðið á Álfsnesi
  • Fjarskipti á hálendinu
  • Matreiðsla á villibráð
  • og margt margt fleira...

Við bendum á að blaðið mun fást í lausasölu á öllum helstu blaðsölustöðum, og svo er auðvitað bara að skrá sig í félagið ef þú ert það ekki nú þegar. Tags: 2008, skotvís, helstu, blaðið, viðtal, komið, hálendinu, ásgeirsson, hreindýraleiðsögumann, skotsvæðið, fjarskipti, álfsnesi, margt, tímaritið
You are here: Home