Til umsagnar - Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög)
- Details
- Published on 17 January 2013
- Hits: 1021
SKOTVÍS hefur borist eftirfarandi mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis. Stjórn SKOTVÍS óskar eftir rökstuddum ábendingum skotveiðimanna sem sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. febrúar 2013.
17. janúar 2013
Frá nefndasviði Alþingis.
Ágæti viðtakandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. febrúar nk. á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/141/s/0537.htmlVakin er athygli á því að allar umsagnir um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Bent skal á að leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Kveðja
Kristjana Benediktsdóttir skjalavörðurskrifstofu Alþingis, nefndasviði
Austurstræti 8-10150 Reykjavík
sími 563-0433, fax 563-0430
www.althingi.is