Stofnfundur svæðisráðs norðvesturlands 28. nóvember 2012

Stofnfundur svæðisráðs SKOTVÍS fyrir norðvesturland verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, kl. 20:00 á Kaffi krók (neðri sal) Aðalgötu 16, Sauðárkróki. Skotvís hvetur alla þá sem vilja hafa áhrif á framtíð skotveiða á sínu svæði og á landsvísu, að mæta hvort sem viðkomandi er félagsmaður eða ekki. Vettvangur svæðisráðs verður opinn öllum skotveiðimönnum, félagsmönnum sem og utanfélagsmönnum, þ.a. einstaklingar utan SKOTVÍS geti komið sínum skoðunum og gagnrýni áleiðis og þar af leiðandi stuðlað að meiri og upplýstri umræðu um brýn málefni skotveiðimanna.

Með þessu fyrirkomulagi hyggst SKOTVÍS annarsvegar ná því markmiði sínu að sameina skotveiðimenn og efla samvinnu þeirra á meðal og hinsvegar að nýta þekkingu skotveiðimanna. Hægt er að nálgast upplýsingar á www.skotvís.is eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Tags: þar, skotvís, skotveiðimanna, stuðlað, verður, svæðisráðs, sínu, stofnfundur, meiri, upplýstri, málefni, brýn, umræðu, sínum
You are here: Home