Siðareglurnar Í Mynd – Ljósmyndasamkeppni

photographer-5SKOTVÍS gengst fyrir ljósmyndasamkeppni meðal veiðimanna og áhugamanna um ljósmyndun, en samkeppnin er liður í því að byggja upp myndabanka sem verður aðgengilegur þeim sem þurfa að notast við myndir af veiðum eða veiðitengdum atburðum. Mörgum hefur þótt erfitt að sameina bæði skotveiðar og ljósmyndun og ná góðum myndum af undirbúningi veiða, veiðislóð og frágangi villibráðar, en þetta verkefni þarf ekki að vera óyfirstíganlegt! Skotveiðar og útivera í íslenskri náttúru bjóða uppá heilbrigða útivist, sem er í senn krefjandi og gefandi. Samspil manns og náttúru hefur verið ljósmyndurum óendanleg uppspretta góðra mynda og skotveiðar ættu ekki að vera undantekning í þeim efnum – Veiðifélagar geta skipt með sér verkum á veiðum, meðan annar er á veiðum getur veiðifélagi haft uppá góðu myndefni og mundað myndavélina og náð góðu skoti. Eins er þetta tilvalið tækifæri fyrir maka og vini veiðimanna til að kynnast skotveiðum í með óvenjulegum og skemmtilegum hætti.

Siðareglur SKOTVÍS (12 að tölu) [sjá hér] hafa átt drjúgan þátt í að skapa ímynd félagsins og þeir skotveiðimenn sem temja sér siðareglur þess sýna öðrum gott fordæmi. Því er tilvalið fyrir alla skotveiðimenn og aðra áhugasama að sækja sér innblástur þaðan og ná að festa inntak þeirra á mynd og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

10.000 króna verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina í hverjum flokki siðareglnanna. Sérstök verðlaun verða einnig veitt þeim aðila sem nær bestu seríunni að mati dómnefndar, þ.e. einni mynd í hverjum flokki – SKOTVÍS áskilur sér rétt til að nota vinningsmyndir í kynningarefni sínu og því þurfa myndir að berast í fullri upplausn. Myndir mega vera unnar í myndvinnsluforritum, en frumeintak þarf einnig að fylgja.

SKILAFRESTUR ER TIL 31. DESEMBER 2012 - Sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , merkt "SIÐAREGLURNAR Í MYND"

Tags: skotvís, einnig, þetta, vera, skotveiðar, þarf, myndir, ljósmyndasamkeppni, mynd, flokki, hverjum, bestu, verða
You are here: Home