Rjúpnatalning - námskeið - ný talningaraðferð

Rjúpnatalningar að vori eru nauðsynlegur þáttur í að fá mynd af stöðu íslenska rjúpnastofnsins. Náttúrufræðistofnun er stöðugt að reyna að bæta rannsóknaraðferðir sínar. M.a. hófst hér s.l. vor ný talningaraðferð. Hér er um svokallaða sniðtalningu að ræða. Talningarmenn ganga akveðna línu eða snið eftir GPS tæki og telja þær rjúpur sem verða á vegi þeirra og taka niður nákvæmar upplýsingar um staðsetningu þeirra.Skotveiðifélag Íslands tekur þátt í þessum rannsóknum og vill hvetja félagsmenn sína til þess að leggja fram vinnu sína til þessa þarfa verkefnis.

Náttúrufræðistofnun býður upp á stutt afinganámskeið til þess að þjálfa talningamenn til starfans. Námskeiðið fer þannig fram að fyrst er lýsing á talningaraðferðinni og fræðsla um tilgang hennar. Svo er verkleg æfing í nágrenni Reykjavíkur. Námskeiðið verður haldið, að þessu sinni, laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 13:00 ? 18:00 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar við Hlemm. Síðdegis verður farið út fyrir borgina og gerðar verklegar æfingar, eins og áður sagði.

Léttar veitingar verða í boði Skotvís.

Þátttakendur hafi samband við Ólaf K. Nielsen á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skrá sig. Ólafur veitir einnig frekari upplýsingar.

Tags: tæki, ræða, niður, snið, línu, sniðtalningu, talningarmenn, akveðna, telja, nákvæmar, eftir, ganga, rjúpur
You are here: Home