Ný stjórn Skotvís 2012
- Details
- Published on 24 February 2011
- Hits: 2123
Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 31. janúar var kosin ný stjórn félagsins, en fundinn sóttu um þrjátíu félagsmenn. Elvar Árni Lund gaf áfram kost á sér sem formaður, en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn til eins árs. Aðrir sem voru í framboði til stjórnar voru einnig sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð bárust. Arne Sólmundsson var kjörinn varaformaður til eins árs, Eggert Ólason, Indriði Grétarsson, Kristján Sturlaugsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Þórður Aðalsteinsson hlutu kosningu sem meðstjórnendur til tveggja ára.
Ársreikningar félagsins voru samþykktir samhljóma, sem og lagabreytingar og ályktanir sem verða birtar fljótlega á vef Skotvís.
Ný stjórn vill þakka fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Ármanni Höskuldssyni, Davíð Ingasyni og Þorsteini Sæmundssyni fyrir þeirra störf í þágu skotveiðimanna.
Stjórnin hefur þegar haldið sinn fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum og var samþykkt að Þórður Aðalsteinsson verði ritari, Kristján Sturlaugsson verður gjaldkeri, Eggert Ólason, Indriði Grétarsson og Sigríður Ingvarsdóttir verða meðstjórnendur. Ný stjórn mun halda sinn næsta aðalfund um miðjan febrúar n.k. og hrinda framkvæmdaáætlun í gang um eflingu veiðistjórnunar sem er forgangsmál stjórnar árið 2012.
Meðfylgjandi er stutt kynning á núverandi stjórn.
![]() |
Elvar Árni Lund (f: 1975) – FormaðurSjávarútvegsfræðingur (Íspólar), búsettur á Akureyri Störf fyrir skotveiðihreyfinguna Veiðiáherslur: heiðagæs, grágæs, rjúpa og hreindýr Farsími: 6933518 |
![]() |
Kristján Sturlaugsson (f: 1977) – GjaldkeriVerkfræðingur (Landsspítalinn), búsettur í Reykjavík Störf fyrir skotveiðihreyfinguna - Framkvæmdaráð Skotvís (2011) Veiðiáherslur: rjúpa og heiðagæs Farsími: 8255064 |
![]() |
Arne Sólmundsson (f: 1967) – VaraformaðurVerkfræðingur (Actavis), búsettur í Hafnarfirði Störf fyrir skotveiðihreyfinguna - Framkvæmdaráð Skotvís (2011) Veiðiáherslur: rjúpa, heiðagæs, grágæs, svartfugl og hreindýr |
|
Indriði Ragnar Grétarsson (f: 1976) – MeðstjórnandiTrésmiður, sölumaður (Kaupfélag Skagfirðinga), búsettur á Sauðárkróki Störf fyrir skotveiðihreyfinguna - Formaður Bogveiðifélags Íslands 2010-2011 - Villibráðanefnd Ósmann (2007-2011) - Framkvæmdaráð Skotvís (2011) Veiðiháherslur: rjúpa, heiðagæs, grágæs, svartfugl, hreindýr og annað. Farsími: 8254627 |
![]() |
Sigríður Ingvarsdóttir (f: 1965) – MeðstjórnandiFramkvæmdastjóri (Nýsköpunarmiðstöð Íslands), búsett í Reykjavík Veiðiáherslur: rjúpa, önd, gæs, svartfugl og hreindýr Farsími: 8246631 |
![]() |
Eggert Páll Ólason (f: 1975) – MeðstjórnandiLögmaður, búsettur í Reykjavík Veiðiáherslur: rjúpa, heiðagæs, grágæs, önd og hreindýr Farsími: 8225944 |
![]() |
Þórður Aðalsteinsson (f: 1973) – RitariViðskiptafræðingur (Vodafone), búsettur í Kópavogi Veiðiáherslur: rjúpa, heiðagæs Farsími: 6699460 |