Ný stjórn Skotvís!

Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 22. febrúar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, þ.á m. nýr formaður og varaformaður, en fundinn sóttu um fjörtíu félagsmenn.  Sigmar B. Hauksson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður eftir 15 ár í því hlutverki, en í lokaræðu sinni fór hann yfir farinn veg og gerði skil þeim markverða árangri sem Skotvís hefur náð í yfir þrjátíu ára sögu félagsins.  Ársreikningar félagsins voru samþykktir samhljóma og engar lagabreytingartillögur bárust fundinum.

Elvar Árni Lund var einn í framboði til formanns og Kristján Sturlaugsson var einnig einn í framboði til varaformanns og voru þeir því sjálfkjörnir til eins árs.  Einnig voru Arne Sólmundsson og Þorsteinn Sæmundson í framboði til stjórnar, en þeir voru sjálfkjörnir til tveggja ára þar sem engin önnur framboð bárust.


Ný stjórn vill sérstaklega þakka Sigmari B. Haukssyni fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu skotveiðimanna á löngu tímabili og þiggur um leið boð hans um að verða áfram virkur í starfi félagsins í baráttunni fyrir hagsmunum og réttindum skotveiðimanna. Einnig vill stjórnin þakka fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Ívari Erlendssyni og Sigurði Sveini Jónssyni fyrir þeirra störf í þágu Skotvís.

Stjórnin hefur þegar haldið sinn fyrsta stjórnarfund og skipt með sér verkum og var samþykkt að  Arne Sólmundsson yrði ritari félagsins, Snorri Jóelsson verður gjaldkeri, Ármann Höskuldsson, Davíð Ingason og Þorsteinn Sæmundsson verða meðstjórnendur.  Ný stjórn mun funda reglulega á um 3ja vikna fresti og leggja áherslu á að klára stefnumótandi vinnu innan fárra vikna og koma nýju framkvæmdaráði á laggirnar sem verður kynnt nánar þegar stefnumótunarvinnunni er lokið.

Meðfylgjandi er stutt kynning á núverandi stjórn.

elvar.jpg

Elvar Árni Lund (f: 1975) – Formaður

Sjávarútvegsfræðingur (Íspólar), búsettur á Akureyri
Félagsmaður í SKOTVÍS (1995) og stofnfélagi SKOTÖX
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Stjórn SKOTVÍS 2008/2009 (Gjaldkeri)
Stjórn SKOTVÍS 2010 (Varaformaður)
Stjórn SKOTVÍS 2011 (Formaður)
Veiðiáherslur: heiðagæs, grágæs, rjúpa og hreindýr
Farsími: 6933518
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 kristjan.jpg

Kristján Sturlaugsson (f: 1977) – Varaformaður

Verkfræðingur (Landsspítalinn), búsettur í Reykjavík
Félagsmaður í SKOTVÍS (2006) og SKOTREYN (2006)
Störf fyrir Skotveiðihreyfinguna
Vaktstjóri á skotvelli SKOTREYN 2006-2008
Stjórn SKOTREYN 2007/2008/2009/2011 (Ritari)
Landréttarnefnd Skotvís 2010+
Stjórn SKOTVÍS 2010+ (Varaformaður)
Veiðiáherslur: rjúpa og heiðagæs
Farsími: 8255064
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
arne.jpg

Arne Sólmundsson (f: 1967) – Ritari

Verkfræðingur (Actavis), búsettur í Hafnarfirði
Félagsmaður í SKOTVÍS (1987) og SKOTREYN (1997)
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Vaktstjóri á skotvelli SKOTREYN 2006-2010
Stjórn SKOTREYN 2010 (Varamaður)
Mótanefnd SKOTREYN 2010
Landréttarnefnd SKOTVÍS 2010+
Stjórn SKOTVÍS 2011+ (Ritari)
Veiðiáherslur: rjúpa, heiðagæs, grágæs, svartfugl og hreindýr
Farsími: 8402375
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 snorri.jpg

Snorri Jóelsson (f: 1956) – Gjaldkeri

Starfsmannastjóri (ÍTR), búsettur í Reykjavík
Félagsmaður í SKOTVÍS (1996)
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Stjórn SKOTVÍS 2010/2011 (Gjaldkeri)
Veiðiháherslur: gæs, rjúpa, önd, hreindýr
Farsími: 6955151
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
armann.jpg

Ármann Höskuldsson (f: 1960) – Meðstjórnandi

Jarðfræðingur (Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands), búsettur í Garðabæ
Félagsmaður í SKOTVÍS (1978)
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Stjórn SKOTVÍS 2008/2009/2010 (Ritari)
Stjórn SKOTVÍS 2011 (Meðstjórnandi)
Veiðiáherslur: heiðagæs,  rjúpa,  grágæs, önd og hreindýr
Farsími: 8989866
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 david.jpg

 Davíð Ingason (f: 1962) – Meðstjórnandi

Lyfjafræðingur (Vistor), búsettur í Reykjavík
Félagsmaður í SKOTVÍS (1998)
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Stjórn SKOTVÍS 2006/2007 (Meðstjórnandi)
Stjórn SKOTVÍS 2008/2009 (Varaformaður)
Stjórn SKOTVÍS 2010/2011 (Meðstjórnandi)
Veiðiáherslur: heiðagæs, rjúpa, grágæs, hreindýr
Farsími: 8247152
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 steini.jpg

Þorsteinn Sæmundsson (f: 1963) – Meðstjórnandi

Jarðfræðingur (Náttúrustofa Norðvesturlands), búsettur á Sauðárkróki
Félagsmaður  í Skotfélaginu Ósmann (2001-2008) og SKOTVÍS (2011)
Störf fyrir skotveiðihreyfinguna
Stjórn SKOTVÍS 2011+ (Meðstjórnandi)
Veiðiáherslur: rjúpa, gæs, önd, svartfugl og hreindýr
Farsími:
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 


Tags: fundinum, voru, skotvís, framboði, sjálfkjörnir, engar, samhljóma, lagabreytingartillögur, einnig, yfir, ára, einn, formaður, elvar, þeir
You are here: Home