Minkaveiðar í gildru – Skotvís 30 ára

Af tilefni 30 ára afmælis Skotvís lét félagið gera mynd um minkaveiðar í gildru. Við köllum þetta verkefni Umhverfisvernd í verki. Tilgangurinn er að skora á félagsmenn Skotvís og aðra veiðimenn að stórefla minkaveiðar en minkurinn er gríðarlegur vágestur í íslenskri náttúru og á nokkurn þátt í hruni rjúpnastofnsins.

Félagsmenn Skotvís, er greitt hafa árgjald sitt fyrir árið 2009, geta fengið DVD disk um minkaveiðar í gildru sendan, sér að kostnaðarlausu. Þá er rétt að benda á að félagsmenn Skotvís geta fengið góðan afslátt á minkagildrum í verluninni Hlað.

 

Semsagt, stjórn Skotvís skorar á félagsmenn sína að stórefla minkaveiðar. Þeir sem hafa áhuga á að fá diskinn, sendið okkur tölvupóst með upplýsingum um nafn og heimilisfang.

F.h. Skotveiðifélags Íslands

Sigmar B. Hauksson

Tags: minkaveiðar, skotvís, félagsmenn, náttúru, minkurinn, stórefla, skora, vágestur, hruni, nokkurn, ára, aðra, þátt, rjúpnastofnsins, veiðimenn
You are here: Home